Úrval

Steypt í tóma steypu

Fátt gerist betra en þeyttur rjómi í formi með soðnu ýsu flaki. Svo sagði afi gamli áður en hann yfirgaf brunann og fór til veiða. Veiddi hann þar heldur lítið enda með hugann við rjómann í forminu. Góða ýsu skyldi hann næla sér í og beit í táneglurnar af eftirvæntingu. Kastaði hann brennivínsflöskunni í sjóinn og ávarpaði himnaföður og satan.… Read more →

Hvað ríkið á í raun og veru að gera?

Geir skildi eftir umhugsunarefni eftir sig í sínu áliti við mín þar-síðustu skrif. Hann velti upp þeirri spurningu um hvað ríkið ætti í raun og veru að gera. Að sjállfsögðu er svarið mjög flókið. Einnig má gera það mjög einfalt. Ríkið á að sjá um þá hluti sem þjóðin þarf að leggja sameiginlega peninga í. Þetta eru hlutir sem eru… Read more →

Hannes Hólmsteinn, ekki svo vitlaus

Ég horfði á Gísla Martein taka viðtal við Hannes H. síðasta laugadagskvöld. Þetta var nokkuð merkilegt viðtal. Kom margt fram sem ég vissi ekki um manninn, enda er ég svo sem ekki mikill fan. Ég hef ekki heyrt gáfulegri setningu frá Hannesi en einmitt í þessum þætti. Hann var spurður hvort hann væri farinn að linast, hvort hann væri ekki… Read more →

Hvernig titil á maður að setja á bölvaða steypu?

Það var að morgni að ég gekk út. Leit til himins. Sagði Hallelúja og sagði hæ við fuglinn. Ég settist á reiðskjótinn og þeysti af stað. Þegar ég kom að hraðbrautinni tók ég snöggan sveig út á götuna líkt og svartur köttur. Ég fór framhjá einum bíl og þeim næsta. Loks datt ég í lukkupottinn. Bíll númer 3 hæfði mig.… Read more →

Ég var úti að aka og var alveg úti að aka

Ég fór í smá bíltúr áðan. Ég var orðinn mjög bensínlítill og ætlaði mér því að koma við á Shell-stöðinni í Fellunum (við Breiðholtsbraut). Þegar ég var kominn á Reykjanesbrautina þá passaði ég mig á því að fara ekki á mína venjulegu akrein (til að komast beint upp í Breiðholt við Staldrið). Ég var ánægður með að hafa komist framhjá… Read more →

Geitungadans

Í sakleysi mínu sat ég inn í bíl og var að undirbúa mig undir kennslu. Með hjálp ferðatölvunnar var ég að gera lausn að verkefni sem nemendur eiga að leysa. Það var heitt í veðri og hafði ég opna rúðuna á bílnum. Skyndilega flaug geitungur inn um rúðuna og settist á lyklaborðið. Ég náttúrulega brást við eins og sannur íslenskur… Read more →

Kraftaverkamaðurinn ég

Að mínu mati hef ég framkvæmt tvö kraftaverk síðustu daga. Ég ætla að segja frá öðru þeirra nú og hinu á morgun. Ég sigraði manneskju af ósanngjörnustu og brögðóttustu stétt landsins, lögfræðing Fyrir um ári síðan hætti fyrirtækið sem ég vann hjá að greiða laun. Ég og félagi minn, sem átti inni miklu hærri summur en ég, fórum og töluðum… Read more →