Pólitík

Bein kosning framkvæmdavaldsins

Eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis leit dagsins ljós er mér orðið alveg ljóst að stjórnmálalíf landsins er rotið. Stjórnmálamenn halda sig enn í skotgröfunum og sýna ekki nokkur merki þess að þeir hafi lært eitthvað frá hruni. Þessi staðreynd hefur kallað fram þörf hjá fólki að ítreka enn og aftur óskir um nýja stjórnarskrá. Í gær birtist grein eftir Njörð… Read more →

Lagfærum gallana, fyrir heimilin og lýðræðið

Bankahrunið afhjúpaði íslenskt samfélag. Fram komu gallar, sem áður höfðu jafnvel talist sem helstu kosta við íslenskt samfélag. Traust Íslendinga á samfélag sitt byggðist í raun á misskilningi. Misskilninginn má rekja allt aftur að stofnun lýðveldisins árið 1944. Stjórnarskráin sem samþykkt var bauð upp á þá stjórnskipan sem keyrði bankakerfið og allt traust í samfélaginu í þrot. Þrátt fyrir augljósa… Read more →

Óviðeigandi orðræða jafnaðarmanna

Nú ætla ég að blása út. Ég ætla að reyna að tæma blöðruna. Vonandi mun ég svo eftir þennan útblástur geta skrifað texta í samhengi. Mér hefnist fyrir það að blogga ekki reglulega. Tilraun til hugarhreinsunar: Hrunið kom upp um ansi marga galla á okkar þjóðfélagi. Allt of hægt gengur að laga gallana. Sérhagsmunagæslan er langt frá því að vera… Read more →

Allir á kjörstað – autt atkvæði betra en ekkert

Ég næ ekki yfir það að ráðherrar í ríkisstjórn ætli ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Þvílíkur hroki og vanvirðing við stjórnarskrá og lýðræði landsins. Það hefur enginn nægilega góða afsökun fyrir að sniðganga þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Jóhanna og Steingrímur geta ekki kosið nei eða já þá eiga þau að skila auðu. Ef þeim er annt um stjórnarskrá og… Read more →

Við þurfum Sigrúnu Elsu í 2. sætið

Vísir.is birti í dag eftirfarandi grein eftir mig: Vit, dug og festu í fjármálastjórn borgarinnar Við félagar í Samfylkingunni í Reykjavík þurfum að leysa af hendi mikilvægt verkefni. Við þurfum að velja fulltrúa okkar til borgarstjórnarkosninga í prófkjöri sem lýkur 30. janúar. Við þurfum sigurstranglegt lið inn í kosningar og einnig dugandi fólk sem mun næstu fjögur árin berjast við… Read more →

Kænska ríkisstjórnar: Skipulagðir lekar

Í lok nóvember ritaði ég: Kænska þessara stjórmálamanna er þó mikil. Til þess að komast hjá umræðunni um hvort réttlætanlegt sé að skerða fæðingarorlof þá var fljótlega lekið út tveimur kostum. Það á að plata þjóðina til þess að deila um tvo fáránlega skerðingarkosti – einungis til þess að dreifa athyglinni frá réttmæti skerðingarinnar. Fyrir jól var svo endaspilið leikið.… Read more →

Má traðka á réttindum barna í kreppu?

Við höfum komið á fæðingarorlofi til þess að tryggja nýfæddu barni samvistir við báða foreldra sína. Ríkisstjórnin er nú að leggja til niðurskurð á þessum réttindum nýfæddra barna, sem geta ekki vörn sér veitt. Það er fáránlegt af vinstri ríkisstjórn að skerða fæðingarorlof. Við vílum ekki með réttindi barna í takti við efnahagsástand. Svona gera menn ekki! Því hefur verið… Read more →

Mansal og siðferðisvitund

Síðasta þriðjudagskvöld voru Ungir jafnaðarmenn með fund um kynbundið ofbeldi. Ég ritaði eftir fundinn að mér fannst umræða um gerendur ekki komast á skrið. Í kvöld á fundi um mansal gerðist það sem ég átti ekki von á. Umræðan fór að snúast af þunga um gerendur og eftirspurn. Ragna Árnadóttir dóms- og mannréttindaráðherra kom umræðunni vel af stað með sínum… Read more →

Mótsagnakennd skattapólitík

Ég er heilt yfir ánægður með að greiða skatta til þjóðfélagsins. Ég er ánægður með skattapólitík jafnaðarmanna að hlífa fólki með lágar tekjur en leggja meira á breiðu bökin. Einfalt þrepaskipt tekjuskattskerfi – sem flækir sem minnst staðgreiðsluna – er kerfi sem byggir á almannahagsmunum um réttláta dreifingu á skattbyrði. Þá ber ekki að veita of mikinn skattafslátt á fjármagnstekjur… Read more →