Launaleynd

Launaleynd er lögbrot!

Launaleynd er lögbrot! Guðlaugur Kr. Jörundsson Miðvikudagur 7. maí 2008 Fyrir nokkrum mánuðum fór fram umræða um launaleynd vegna væntanlegra jafnréttislaga. Það hefur minna farið fyrir því að ný jafnréttislög voru samþykkt þann 6. mars sl., þökk sé þeirri miklu félagshyggju ríkisstjórn sem nú er við völd. Sem mikill áhugamaður um upprætingu launaleyndar þá fagna ég sérstaklega 19. gr. þessara… Read more →

Launaleyndin og álagningaskrár

Þá er upprunninn sá dagur ársins sem álagningarskrár eru lagðar fram. Þá fær SUS líka sinn fasta tíma í fréttunum. SUS heldur gangandi lágværum mótmælum á hverju ári. Því miður hefur það ekki skilað neinu. Ég er sammála SUS um að birting á álagningartölum landsmanna sé óeðlileg því hún þjónar alls ekki sínum ætlaða tilgangi. Ég er hins vegar ekki… Read more →

Launaleynd heldur niðri launum

Launaleynd var rædd í Kastljósinu í kvöld. Helsta röksemd með launaleynd var að atvinnurekendur gætu ekki hækkað laun fólks sem stendur sig vel, því þá þyrfti að hækka alla aðra sem væru í svipaðri stöðu. Fáránleg fullyrðing. Ef starfsmaður hefur afrekað miklu og fært fórnir fyrir fyrirtækið þá eru þær staðreyndir réttlætanlegar til þess að hækka við hann launin. Segi… Read more →

Launaleynd er ekki nauðsyn

Fullyrt er : Launaleynd er nauðsyn. Rökin eru: Atvinnurekendur geta ekki umbunað góðum starfsmönnum án þess að öll strollan komi á eftir. Allur metnaður starfsmanna mun hverfa. Hvernig væri að hætta þessu baktjalda makki og verðlauna opinberlega þá starfsmenn sem hafa staðið sig vel. Ef atvinnurekandi hækkar laun starfsmanns þá eru ástæður fyrir því. Starfsmaðurinn fær umbun fyrir vel unnin… Read more →

Frumvarp um bann við launaleynd

Nú er í smíðum frumvarp til laga sem á að auka á jafnrétti á vinnumarkaði. Þar er kveðið á um bann við launaleynd.Það þykir mér vera gríðarlegt fagnaðarefni því launaleynd er mikil smán á okkar þjóðfélagi í dag. Reyndar er ég ekki á móti launaleynd vegna jafnrétti kynjanna. Hugur minn hefur beinst að almennu jafnrétti og að laun séu greidd… Read more →

Álagningarskráin umdeilda

Það er þessi tími ársins. Verlsunarmannahelgin gegnsýrir öll samtöl fólks, margir eru óánægðir með uppgjörið frá meistara Skattmann og SUS breiðir út sitt árlega fagnaðarerindi. Leyndin mun gera ykkur frjálsa, segir SUS. Frelsið mun aukast í sama hlutfalli og leynileg útbólgnun launatékkans. SUS mótmælir framlagningu álagningaskrá með réttu. Þessi framlagning skattstjórans er gerð í ákveðnum tilgangi. Með framlagningunni á að… Read more →

Launaleynd í umræðunni

Mikið er ég ánægður með að umræða um launaleynd hefur komist á ágætt skrið. Því miður kemur það ekki til af góðu. Mikill launamunur er á milli kynjanna, í vissum hópum. Það sér það hver sem vill að launaleynd á stóran þátt í launamisrétti kynja, kynþátta og einstaklinga. Í dag er 30 ára afmæli kvennafrídagsins. Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum… Read more →

Launaleynd og persónufrelsi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og verðandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, heldur því fram að afnám launaleyndar skerði persónufrelsi.Þetta mál er ekki hægt að afgreiða svo auðveldlega af borðinu. Það getur aldrei orðið fólki óviðkomandi hvaða laun eru greidd hverjum. Laun eru ekki okkar einkamál. Launin okkar eiga uppruna sinn í þjóðfélaginu og hvernig peningar flæða um okkar þjóðfélag snertir okkur öll. Ef… Read more →