Í kvöldfréttum RÚV var frétt frá Akureyri um átakið Brosað með hartanu. Í lok fréttarinnar er lesin upp staka sem er mér að góðu kunn. Höfundur er sagður óþekktur en það er nú ekki svo. Höfundur þessarar frábæru stöku er Jörundur Gestsson (1900-1989, frá Hellu í Steingrímsfirði og langafi minn). Stakan: Þó að bjáti eitthvað á, ei skal gráta af… Read more →
Hella
Norður á strandir
Þá er ferðinni heitið norður á strandir um helgina. Hella við Selströnd í Steingrímsfirði er áfangastaðurinn, eins og svo oft áður. Verður þar fámennt en góðmennt. Eflaust verður eitthvað áfengi haft við hönd. Jörundur heitinn Gestsson, bóndi á Hellu orti fallega: Það hefur verið villa mín að vera slíkur gikkur að þykja brugg og brennivín betra en annar drykkur. p.s.… Read more →
Byggingar í Steingrímsfirði
Hinn góði vefur strandir.is tók sig til og birti myndir af flest öllum byggingum í norðanverðum Steingrímsfirði og í Bjarnafirði. Gott framtak sem aðrir landsbyggðarvefir mættu taka til fyrirmyndar. Í norðanverðum Steingrímsfirði er hinn merki bær Hella. Jörundur Gestsson, langafi minn, og Elín S. Lárusdóttir, langamma, bjuggu þar til æviloka. Gamli bærinn var byggður árið 1900 og hefur verið í… Read more →
Afmæli
Ég á afmæli í dag. Orðinn 22ja ára. Ekki nógu gott. Ég var að koma af okkar árlega fjölskyldumóti á Hellu á Ströndum. Veðrið var leiðinlegt og var fámennt. Þetta var samt ágætlega skemmtilegt og fékk ég fínt afmæliskaffi. Ég nenni ekki að skrifa meira, er alltof þreyttur. Það er ekki til siðs að sofa mikið á Hellu-hátíð. Annað kvöld… Read more →
jebb, big 21 coming up.
Þetta góða veður er virkilega niðurdrepandi. Ef það hefði rignt alla vikuna hefði ég verið sáttur. Á svona dögum fær maður löngun til að vinna í bæjarvinnunni við slátt. Það sem gerir þetta enn verra er að nú er að koma helgi og veðrið er að versna og spáð úrkomu. Eftir um sólarhring fer ég með fjölskyldunni norður á Strandir… Read more →
Myndir
Þar sem ég braut blað í sögu þessa blogg með því að birta mynd af bróður mínum áðan þá ætla ég að birta nokkrar nýlegar myndir hér: Haloscan comment: Read more →
III. hluti : Helluferð
Ég held að það sé kominn tími til að ljúka við þessa tilganglausu sögu. Pabbi og Logi náðu að rífa sig upp kl. 8 til að fara á Drangsnes að horfa á boltann. Ég ákvað að sofa á meðan, alveg búinn eftir svefnlitlar síðustu nætur á undan. Ég fór á fætur þegar þeir komu til baka. Ég missti af frábærum… Read more →
II. hluti : Helluferð
Ég var víst búinn að lofa framhaldi. Ég nenni þessu varla. (Viðvörun: Þetta er langdregin og á köflum leiðinleg lesning) Ferðin norður gekk vel. Það var engin umferð og gatan greið. Ekki er hægt að nýta sér það á druslu því þegar maður er kominn í 120 þá fer að heyrast duglega í vélinni. Á góðum vegi var því hraðinn… Read more →
Helgarferð, Hella við Selströnd. I. hluti
Ég fór í ágætis vinnuferð um síðustu helgi. Ég ætla mér að segja hér frá henni í löngu máli þar sem ég hef ekkert annað að skrifa um. Þetta kannski endist mér í nokkra daga. Veðrið er frábært. Ég sit við símann í þjónustuveri Upplýsinga-og Tæknisviðs Lanspítalans. Síminn lætur lítið í sér heyra því það er föstudagur og sumar þar… Read more →