Greinar

Viðurkennið mistök og axlið þannig ábyrgð!

Viðurkennið mistök og axlið þannig ábyrgð! Guðlaugur Kr. Jörundsson Sunnudagur 26. október 2008 Þjóðarskútan er strönduð. Við höfum komið í veg fyrir að hún brotni niður á strandstað. Við erum að fá viðspyrnu frá IMF og sér nú fyrir endann á neyðaraðgerðum. Andrúm er að skapast til að skipuleggja áframhaldandi björgunar- og uppbyggingarstarf. Stjórnendur skútunnar verða nú að horfast í… Read more →

Framganga veitir virðingu en ekki stólar

Framganga veitir virðingu en ekki stólar Guðlaugur Kr. Jörundsson Þriðjudagur 2. september 2008 Forseti vor blés óvænt til þjóðhátíðar nú í lok ágústmánaðar enda var tilefnið ærið. Forsætisráðherra ásamt borgarstjóra tók strax til handa við skipulagningu á glæstri móttöku. Hátíðin var til heiðurs þjóðhetjum okkar sem voru að koma heim eftir frægðarför úr hinu mikla Kínaveldi. Hetjurnar okkar höfðu brotið… Read more →

Minning: Íslenska krónan

Minning: Íslenska krónan Guðlaugur Kr. Jörundsson Mánudagur 7. júlí 2008 Hún var mér kær. Hún var mér allt. Við áttum saman góðar stundir. Hún færði mér mínar veraldlegu eigur. Hún færði mér hamingju. Hún færði mér áhyggjur. Hún gaf mér lausan tauminn. Hún refsaði. Hún var mér kær. Hún var mér allt. Ég var ekki gamall þegar þú komst fyrst… Read more →

Launaleynd er lögbrot!

Launaleynd er lögbrot! Guðlaugur Kr. Jörundsson Miðvikudagur 7. maí 2008 Fyrir nokkrum mánuðum fór fram umræða um launaleynd vegna væntanlegra jafnréttislaga. Það hefur minna farið fyrir því að ný jafnréttislög voru samþykkt þann 6. mars sl., þökk sé þeirri miklu félagshyggju ríkisstjórn sem nú er við völd. Sem mikill áhugamaður um upprætingu launaleyndar þá fagna ég sérstaklega 19. gr. þessara… Read more →

Erindi um samgöngumál

Erindi um samgöngumál 30.3.2008 | Guðlaugur Kr. Jörundsson Ágætu félagar Ég var fenginn til að tala hér sem ungur Reykvíkingur og ætla hér að reyna að bergmála sýn unga Reykvíkinga á samgöngumál. Ég hef mikla og langa reynslu af því að vera ungur Reykvíkingur. Ég hef verið það alla mína tíð. Stórfjölskyldan mín var öll að flytjast á mölina á… Read more →

Er framtíð Íslands í ESB?

Er framtíð Íslands í ESB? Guðlaugur Kr. Jörundsson Fimmtudagur 27. mars 2008 Ég hef ávallt verið efasemdamaður gagnvart inngöngu Íslands í ESB. Eftir að hafa verið rúmlega ár í flokki sem hefur ESB aðild á sinni stefnuskrá hef ég á mjög stuttum tíma færst mun nær ESB. Aðgangur að fræðslu, fundum og vel upplýstu fólki hefur aðeins sefað andstöðu mína… Read more →

Frumvörp sem þarf að ræða

Frumvörp sem þarf að ræða 29.2.2008 | Guðlaugur Kr. Jörundsson Menntamálanefnd Alþingis er nú með í umfjöllun fjögur frumvörp sem taka á öllum skólastigum fyrir utan háskólastigið. Menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir þessi frumvörp og undirbúning þeirra. Frumvörpin eru framfaraskref fyrir skólakerfið okkar.Álitamál eru þó fjölmörg, bæði pólitísk og tæknileg. Nú þegar hefur farið fram mikil umræða um frumvörpin hjá… Read more →

Vangaveltur um ný skólafrumvörp

Vangaveltur um ný skólafrumvörp Guðlaugur Kr. Jörundsson Þriðjudagur 12. febrúar 2008 Menntamálanefnd Alþingis er nú með í umfjöllun fjögur frumvörp sem taka á öllum skólastigum fyrir utan háskólastigið. Sér frumvarp er fyrir hvert skólastig – leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla – og að auki er frumvarp um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Er litið á þessi frumvörp sem einn pakka… Read more →

Skoðanafrelsi

Skoðanafrelsi 14.12.2007 | Guðlaugur Kr. Jörundsson Ég drekk Kók Zeró, ég vil skoða flæði innflytjenda til landsins, ég er ekki viss um gildi þess að banna vændi, ég er ekki sannfærður um að Ísland eigi heima í ESB, ég efast um réttmæti aðgerða í nafni feminisma, ég vil ekki hafa flugvöll í Vatnsmýrinni, ég vil ekki fleiri álver, ég vil… Read more →