Boot Camp

Boot Camp III – skjálfandi hrísla

Ég komst í gegnum Boot Camp tímann í morgun án teljandi áfalla. Það var tekið skokk utanhúss, ásamt armbeygjum, „hnéhoppi“, froskum og upphífingum. Þá voru gerðar frekari armbeygjuæfingar, magaæfingar og fleiri sem ég kann ekki að nefna. Ég náði nú ekki að halda út allar æfingarnar. Vantar styrk í efri hluta líkamans. En ég tók á þar til ég þurfti… Read more →

Boot Camp II – enn aumingi

Eftir fyrsta tímann í Boot Camp á mánudag var ég með gríðarlega strengi í fótum. Þeir hafa að mestu leiti hjaðnað. Í gær fann ég mest fyrir strengjum í efri hluta líkamans, kringum brjóstkassa herðar og hendur. Svo í gærkvöldi fann ég fyrir svakalegum strengjum í magavöðvum. Fyrsta skipti sem ég finn fyrir „magabrettinu“ í einni heild. Átti erfitt með… Read more →

Boot Camp I – Ég er aumingi

Þá er fyrsta tíma í Boot Camp lokið. Niðurstaða: Ég er aumingi. En ég er aumingi á uppleið því uppgjöf þekki ég ekki. Ef ég reyni að rifja upp tímann. Þyngd: 83,?kg Fituprósenta: 15,?% Létt upphitun. 3Km útiskokk á 13:5? mín. Svo þriggja æfinga rútína. Hnébeygjur, sit-ups og bak-vippur ??? Man ekki alveg heitin á þessu. Þegar hér er komið… Read more →

Boot Camp

Þá hefur ákvörðun verið tekin. Í allt sumar, frá og með 7. maí, ætla ég mér að mæta í Boot Camp þrjá morgna í viku kl. 6:30. Heavy fjör. Nú er bara að fá skráninguna staðfesta og búa sig undir gríðarlega mikla ræktun á líkamanum. Read more →