Boot Camp

Boot Camp? – Hvað er það?

Heldur hefur dregist að flytja tíðindi af hinu mikla Boot Camp átaki. Fest voru kaup á þremur námskeiðum á sumartilboði síðastliðið vor. Gengu námskeiðin sitt skeið fyrir viku síðan. Byrjað var að eins miklum krafti og ég þoldi. Yfirsteig ég fyrstu hörmungarvikurnar sem báru með sér mikla strengi í vöðvum líkamans – meira að segja í vöðvum sem ég vissi… Read more →

Fimmvörðuhálsinn með BootCamp

Eins og segir í fyrri færslu þá stóð mikið til á laugardaginn. Vaknaði ég klukkan 4 á laugardagsmorgun og gerði mig reiðubúinn undir BootCamp gönguna yfir Fimmvörðuhálsinn, sem er um 22-24 km gönguleið á milli Skóga og Þórsmarkar. Mætti fólkið kl. 6 fyrir neðan HÍ og þaðan var farið í 4 rútum (um 180 manns) að Skógum. Hófst gangan, eftir… Read more →

Boot Camp – 7. vikan

Þá er 7. vikan að hefjast í Boot Camp. Það var gerð önnur mæling í dag. Ágætis árangur miðað við slappa mætingu undanfarið. Fituprósentan lækkaði um tæp 2 prósentustig og varla hægt að segja að þyngdin hafi breyst. Bætti ég hlaupatímann um tæpa mínútu (ca. 3 km lengd). Er ennþá algjör aumingi í armbeygjum og öðrum æfingum (bætti mig þó… Read more →

Boot Camp – Esjan

Þá er 4. viku Boot Camp lokið.  Í morgun var útiæfing við Esjuna. 2 klst. hlaup um hóla og hæðir og ýmsar æfingar í bland, þar með talið að skríða flatmaga í grasi og möl í 10 mínútur. Ætlaði ég svo upp á Esjuna en hætti við vegna leiðinda rigningar. Annars reikna ég með því að þetta sé síðasta reglulega… Read more →

Boot Camp XI – Hlupið með sekki

Í gærmorgun var hressandi tími í Boot Camp. Útihlaup með sandsekkjum á herðum, ca. 15 kg. Svo pressur og hnébeygjum með sekkina og armbeygjur. Mér líkar betur við æfingar úti en inni. Kannski ég muni færa mig í útihópinn á næstunni. Framundan er svo útiæfing á laugardaginn sem verður Esjuganga. Read more →

Boot Camp IX og X – enn kvalinn af strengjum

Ekki varð mikið úr miðvikudagstímanum því ég svaf yfir mig. Ég reyndi að bæta aðeins fyrir það með því að fara langleiðina upp á Esjuna um kvöldið. Föstudagstíminn var alveg ágætur. Voru allir paraðir saman og sett upp keppni. Refsing bíður tapliðinu í næsta tíma. Þessir tímar gera gjörsamlega út af við mann. Það er varla að maður komi sér… Read more →

Boot Camp VIII – Navy Seals

BC tíminn í morgun var mjög skemmtilegur, þó svo að ég sé enn langt frá því að vera ánægður með eigin árangur. Komu gestir frá Bandaríkjunum, fyrrum sérsveitarmenn úr Navy Seals. Það var því tekið á því í alvöru herþjálfun. Voru Bandaríkjamennirnir m.a.s. útbúnir gjallarhorni. Ég er enn aumingi, en vonast til að komast yfir mestu strengina sem allra fyrst… Read more →

Boot Camp V – miklir strengir

Ég komst nokkuð vel í gegnum tímann í gærmorgun. Ýmsar æfingar sem reyndu aðallega á lærin, allavega er ég ónýtur í þeim núna. Gerðum ýmsar æfingar með 20kg skífu. Ég hefði þurft að vanda mig aðeins betur því ég er með óþægindi í baki. Ég er búinn að ganga eins og spýtukall síðan kl. 4 í nótt, er ég fór… Read more →

Boot Camp IV – próftaka

Ég mætti ekki í BootCamp í morgun. Ég tel afsökunina góða og gilda. Ég fór í próf kl. 9 í morgun og vildi ekki taka neina áhættu á því að draga úr árangri mínum á því prófi vegna líkamlegrar úrvindunar. En nú er náminu lokið og verður allt kapp lagt á að taka Boot Camp með trompi. Read more →