Blogg

Skuldavandinn er að sprengja ríkisstjórnina

Það varð hrun. Það var ljóst að grípa þyrfti til neyðaraðgerða vegna greiðsluvandans. Það sáu það einnig allir, nema ríkisstjórnin, að strax þyrfti að ráðast á skuldavandann að loknum neyðaraðgerðum. En neyðaraðgerðirnar drógust á langinn og ríkisstjórnin var farin að halda að þær væru nóg. Ríkisstjórnin er búin að vera í afneitun yfir stöðu heimilanna og í engum tengslum við… Read more →

Það sem er rétt er ofar þínum rassi

Að ræða um pólitík og málefni dagsins er vinsæl iðja hjá þjóðinni. Þátttakendur í þessari dægradvöl eru fjölmargir og margir eru atvinnumenn í íþróttinni. Það er m.a. spilað á Alþingi, í ráðuneytum og í fjölmiðlum. Þar er búið að fastráða mestu hæfileikana. Áhugamenn nýta hvert tækifæri þegar þeir hittast til að skemmta sér og öðrum með taktískum leikfléttum í umræðu… Read more →

Magma málið snýst ekki um Magma

Mikið kjaftæði er þessi Magma umræða. 1. Engin auðlind hefur verið seld. 2. Ef nýtingarsamningurinn er í lagi þá skiptir engu máli hver á fyrirtækið. 3. Það er öllum búið að vera ljóst frá upphafi að Magma er kanadískt fyrirtæki. 4. Því er allt vitlaust vegna þess að Magma er kanadískt fyrirtæki? Eiga sænsk fyrirtæki frekar að eiga orkufyrirtæki á… Read more →

HD klúður Stöðvar 2

Nú fyrir HM hefur Stöð 2 auglýst HD útsendingar á öllum leikjunum á HM. Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til þess að verða mér úti um búnað til þess að geta horft á HD útsendingarnar. (Venjulegir afruglarar duga ekki) Niðurstaðan var sú að ég hefði getað fengið HD útsendingarnar en bara með því að láta taka mig í óæðri… Read more →

Alveg hættur við að kjósa Besta – xS og ekkert kjaftæði!

Í gærkvöldi snérist mér hugur og hætti við að kjósa Besta flokkinn. Jón Gnarr klúðraði lokasprettinum og fréttir af lélegri kjörsókn styðja mig í þeirri trú að Besti flokkurinn er að klúðra ætlunarverki sínu. Reykvíkingar sjá að staðan er alvarleg og að við þurfum jafnaðarstefnuna til að koma okkur út úr kreppunni. Besti flokkurinn er ekki nægjanlega góður valkostur til… Read more →

Hættur við að kjósa Besta – xS

Síðustu vikurnar hef ég kvalist mjög yfir því að kjósa örugglega rétt í kosningunum á morgun. Fyrir viku var ég ansi hliðhollur Besta flokknum. Allt fram á þennan dag hefur mér þótt líklegast að niðurstaða mín yrði xÆ. En nú er mér ljóst að Besti flokkurinn mun ekki ná hreinum meirihluta. Það þýðir að fjórflokkurinn, í heild eða hluta, mun… Read more →

Hvaða flokkur verður bestur í kjörklefanum?

Ég á erfitt verkefni fyrir höndum í kjörklefanum þann 29. maí. Ég þarf að veita framboðslista traust mitt til að stjórna Reykjavík næstu 4 árin. Valið hefur aldrei verið jafn erfitt og nú. Ég get kosið skýran valkost, Samfylkinguna, sem ég hef verið flokksbundinn síðan í byrjun árs 2007. Ég get líka tekið áhættu og kosið Besta flokkinn. Það sem… Read more →

Besti flokkurinn og önnur pólitík af fésbók

Hitt og þetta sem ég hef ritað á Facebook síðustu daga: Afsakið á meðan ég æli. Forsíðufrétt DV er um það bil að svipta mig allri trú á DV, flokka(klíku)pólitíkinni, Samfylkingunni og BJörgvini G. Hvert er point-ið með fréttinni? Eiga lesendur DV að vorkenna Björgvini G.? Hvað hefur Samfylkingin með það að gera hvort Björgvin sitji eða ekki? Hvað hefur… Read more →