Blogg

Kæra dagbók – Framtíðin er björt – xA

Kæra dagbók, nú rétt rúmu ári eftir síðustu færslu er rétt að skrá niður hér heimildir. Ég tók endanlega afstöðu fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara í dag fyrir viku síðan. Ég skráði mig í nýjan stjórnmálaflokk sem ég hef fylgst með af áhuga frá stofnun hans. Flokkurinn er frjálslyndur og grænn miðjuflokkur sem vill jöfn tækifæri fyrir alla og umfram… Read more →

Kæra dagbók – Lífið er gott

Kæra bloggsíða, afsaka vanræksluna. Það er víst liðið heilt ár síðan ég ritaði hér síðast. Þau eru dapurleg örlög þín að lognast svona út af. Bloggbólan mikla í upphafi aldarinnar var sæt og gleðileg. Nú er veröldin önnur. Samfélagsmiðlar hafa tekið völdin og ég ekki enn leyst úr því að tvinna þig saman við notkun mína á samfélagsmiðlunum. Það er… Read more →

Vantrauststillaga á þekkt vantraust

Hræddur Bjarni Benediktsson greip til vantrauststillögu á ríkisstjórn til þess að lægja öldur í flokknum sínum og sína að hann sé verðugur forystumaður. Það er nokkuð merkilegt að setja fram tillögu að ályktun um vantraust á ríkisstjórn þegar það er alþekkt að traust á ríkisstjórninni er mjög lítið. Trausti rúinn Sjálfstæðisflokkurinn og hans trausti rúni þingflokkur leggur fram vantraust á… Read more →

JÁ af mikilli réttlætiskennd

RÚV bauð upp á mjög góðan Icesave-umræðuþátt í kvöld. Fyrsta pallborðið var málefnalegast, annað var ansi mikið karp. Ég hef verið ansi valtur síðustu daga í afstöðu minni til þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardaginn. Nú er ég orðinn harður í Já-inu, enda var það niðurstaða mikils meirihluta Alþingis. Ranghugmyndirnar dældust út úr Nei-liðinu í Icesave þættinum. Já eða Nei á laugardaginn breytir… Read more →

Nú rita allir undir á börn.is

Okkar góði og skemmtilegi borgarstjóri, Jón Gnarr, styður nú hugmyndir til hagræðingar um sameiningar og breytingar á leik- og grunnskólum borgarinnar. Nú er komin undirskriftarsíða gegn þessum tillögum. Allir góðir Reykvíkingar sem þykir vænt um fjölskyldurnar í þorpum þessarar borgar rita undir á börn.is Ekki ætla ég að leggja mat á hagræðingartillögur sem hafa ekki bein áhrif á líf fjölskyldna… Read more →

Kveðjugjöf: Góð rök fyrir skipan stjórnlaganefndar

Við þurfum lausn á þeim vanda sem stjórnlagaþingið er komið í. Við getum beitt raunsæi eða prinsippum (lífsreglum, hugsjónum). Augljósasta leiðin er að endurtaka kosningarnar með því að gera breytingar á lögum um stjórnlagaþingið. Það voru jú bara kosningarnar sem voru dæmdar ógildar. Sú leið fylgir prinsippi um að virða beri niðurstöðu hæstaréttar og að löggjafarvald eða framkvæmdavald taki ekki… Read more →

Röð og umboð þeirra sem náðu kjöri

Úrslit kosninga til stjórnalagaþings eru kunn. Ítarleg skýrsla um útreikning atkvæða hefur verið birt. Hún er gríðarlega löng og mætti vera ögn betur upp sett. — Það hefði verið frábært að fá atkvæðafjölda í fyrsta val í röð eftir fjölda atkvæða en ekki í stafrófsröð. Það sem mundi sjást úr slíkri röð er hversu mikið forgangsröðun á eftir 1. vali… Read more →

Endanlegur listi til stjórnalagaþings

Minn endanlegi listi til stjórnlagaþings. Það urðu smá breytingar núna síðustu dagana. En mikið var þetta erfitt, og margir góðir fengu ekki pláss á listanum. Af ýmsum ástæðum þykir mér ekki rétt að birta valið ítarlegra en í þremur flokkum. Topp 8 í stafrófsröð: Ástrós Gunnlaugsdóttir 5779 Eiríkur Bergmann Einarsson 2193 Kristín Erna Arnardóttir 4789 Hildigunnur Sverrisdóttir 3238 Pawel Bartoszek… Read more →

Minn listi á stjórnlagaþing

Valkvíði minn er mikill fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings nú á laugardaginn. Það er frábært að geta valið 25 einstaklinga úr þeim góða hópi sem býður sig fram. Mesti hausverkurinn er að ákveða hver þeirra verður mitt fyrsta val. Ég hef sigtað út þá sem ég tel koma til greina og er búinn að raða þeim upp gróft, en á eftir… Read more →

Drög mín að stjórnarskrá Íslands

Allt frá hruni hefur stjórnarskráin okkar verið ofarlega í huga mér og starfaði ég með góðum stjórnarskrárhópi með ungum jafnaðarmönnum á síðasta ári. Nú er umræðan um stjórnlagaþing á fullu og hefur stjórnarskráin leitað nokkuð á huga minn. Ég setti upp í flýti nú í kvöld drög mín að stjórnarskrá. Gerði ég það til að létta á huga mér og… Read more →