Af gömlu digitalbombunni

Lottó – niðurdrepandi

Staddur á Drekanum. Viðskiptavinurinn á undan mér kaupir Lottó, 10 raðir með Jóker. Ég fæ hugmynd. Síðar er dregið í Lottóinu. Jafn niðurdrepandi stund hef ég ekki upplifað í lengri, lengri tíma. Það hlýtur að vera slæmt fyrir þjóðarsálina að stór hluti þjóðarinnar megi þurfa að þola svona mikil vonbrigði í hverri viku. Bönnum þetta Lottó! Verst að Alþingi er… Read more →

Launaleynd er ekki nauðsyn

Fullyrt er : Launaleynd er nauðsyn. Rökin eru: Atvinnurekendur geta ekki umbunað góðum starfsmönnum án þess að öll strollan komi á eftir. Allur metnaður starfsmanna mun hverfa. Hvernig væri að hætta þessu baktjalda makki og verðlauna opinberlega þá starfsmenn sem hafa staðið sig vel. Ef atvinnurekandi hækkar laun starfsmanns þá eru ástæður fyrir því. Starfsmaðurinn fær umbun fyrir vel unnin… Read more →

Frumvarp um bann við launaleynd

Nú er í smíðum frumvarp til laga sem á að auka á jafnrétti á vinnumarkaði. Þar er kveðið á um bann við launaleynd.Það þykir mér vera gríðarlegt fagnaðarefni því launaleynd er mikil smán á okkar þjóðfélagi í dag. Reyndar er ég ekki á móti launaleynd vegna jafnrétti kynjanna. Hugur minn hefur beinst að almennu jafnrétti og að laun séu greidd… Read more →

Laddi er snillingur

Fór á sýninguna hans Ladda í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hún var drepfyndin og frábær. Það er sorglegt hversu lítið Laddi hefur verið í sjónvarpi síðustu árin. Efnið hans er óborganlegt. Sýningin er mjög góð. Góð blanda af gömlu og nýju gríni. Allir frægustu persónurnar eru með og margar þeirra með nýtt grín. Sumt grín er einfaldlega klassískt og því mjög… Read more →

Selfoss

Árshátíð TR var á Hótel Selfossi í gær. Nokkuð vel heppnuð og mikið fjör. Í þessari ferð tók ég eftir því hvað umhverfið í kringum Selfoss er fallegt. Ég man ekki eftir að hafa tekið eftir því áður, enda keyrir maður venjulega bara beint í gegnum bæinn. Það hjálpaði þó eflaust til hvað veðrið var fallegt. Fjallið við Selfoss, Ölfusáin… Read more →

Temmilega stoltur

Þessi vika var bara nokkuð jákvæð, enda veitti ekki af eftir viku slappleikans. Ég komst að því í vikunni að ég leik stóran þátt í kynningarstarfi Iðnskólans í Reykjavík. Heil síða er sett undir mín orð um nám mitt í skólanum og hvað það gaf af sér. Ég fæ jafn mikið pláss og heilu brautirnar. Vissulega mögnuð og fögur orð,… Read more →

Sjálfstæðisflokkurinn stefnulaus með öllu

Það helsta sem má setja út á Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir er stefnuleysi og aðgerðaleysi. Nýi landbúnaðarsamningurinn segir allt sem segja þarf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið sér ákveðið far sem hann ætlar sér bara að vera í. Hann heldur áfram á sinni braut án þess að hafa hugmynd um hvert sú braut liggur og hvaða þjóðfélag við munum sitja uppi með… Read more →

Menningarsögulegt gildi bloggsins

Nú hefur bloggið slegið algjörlega í gegn. Má þakka Moggablogginu fyrir nýjustu sprenginguna. Ótrúlegur fjöldi fólks skrifar nú reglulega á bloggin sín. Sumir hafa fært skrif sín af öðrum vettvangi yfir á bloggið og aðrir hafa byrjað að tjá sig opinberlega nú því ekki hefur áður verið vettvangur fyrir slíka tjáningu. Ég spyr, verður ekki að huga að varðveislu þessara… Read more →

Skráður í Unga jafnaðarmenn

Þá hef ég skráð mig úr Flokknum og Dallinum. Nú hef ég gengið í Unga jafnaðarmenn í Reykjavík og (væntanlega) Samfylkinguna í leiðinni. Gert af nauðsyn og ekki með fullri gleði. Það þarf að hrista upp í þessari fylkingu og blása í hana lífi. Því miður eru ekki mörg merki þess að það muni takast fyrir kosningarnar. Ingibjörg tilkynnti að… Read more →