JÁ af mikilli réttlætiskennd

RÚV bauð upp á mjög góðan Icesave-umræðuþátt í kvöld. Fyrsta pallborðið var málefnalegast, annað var ansi mikið karp. Ég hef verið ansi valtur síðustu daga í afstöðu minni til þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardaginn. Nú er ég orðinn harður í Já-inu, enda var það niðurstaða mikils meirihluta Alþingis.

Ranghugmyndirnar dældust út úr Nei-liðinu í Icesave þættinum. Já eða Nei á laugardaginn breytir engu um það hvort skuldir einkabanka verða greiddar af almenningi eða ekki. Siðferðislega ber okkur ganga frá þessu máli.

Stjórnvöld tryggðu allar innistæður hér á landi. En stjórnvöld völtuðu yfir innistæðieigendur í Bretlandi og Hollandi OG stjórnvöld völtuðu svo yfir skuldara þessa lands. Fleiri hundurð milljarðar fóru í að tryggja fjármagnseigendur án þess að spyrja þjóðina. Heimilum (kjósendum) var neitað um almennar skuldaleiðréttingar, án þess að þjóðin fengi að ráða. Nú fær þjóðin loks eitt af réttlætismálum hrunsins tilsín. Við getum lagfært mismunun með Já-i á laugardaginn. en áfram sitjum við uppi með mismunun milli fjármagnseigenda (ríkra kjósenda) og heimila (fátækra kjódsenda).

Það var miklu meira óréttlæti í því að láta það á herðar almennings að tryggja allar innistæður hér á landi í topp, en að ganga frá þessari lágmarkstryggingu. Ég tel mig ekki eiga að bera ábyrgð á öllum innistæðum í landinu. Það eru skuldbindingar sem ég var ekki spurður um.

Afhverju eru þeir sem eru á móti því að greiða skuldir einkabanka ekki brjálaðir yfir því að allar innistæður hér voru tryggðar? Réttlætiskenndin rystir ekki djúpt. Fyrsta skrefið hefði átt að vera að tryggja öllum lágmarkstrygginguna og taka svo deiluna um hvort eigi að ábyrgjast innistæður í topp. Icesave hefði aldrei átt að vera deiluefni. Það hefði frekar átt að vera deiluefni hvernig ætti að jafna tjóninu á innistæðueigendur og heimilin.

  1 comment for “JÁ af mikilli réttlætiskennd

 1. sr
  7. apríl 2011 at 22:04

  Viðbjóðslegasti verknaður hrunsins var framinn af stjórnvöldum þegar þau settu á neyðarlög fyrir 2% þjóðarinnar á kostnað hinna 98% sem áttu ekki innistæður umfram tryggingar. Í raun var landið gert gjaldþrota með þessum ólögum.

  2% elítan fékk allt sitt greitt í topp og pöpullinn borgar fyrir það næstu 40 árin. Borgar hærri skatta, borgar stökkbreyttar skuldir. Borgar meira fyrir mikið skerta opinbera þjónustu. Borgar meira fyrir annars flokks heilsugæslu. Borgar meira fyrir annars flokks skóla og borgar meira fyrir stórlega skert tryggingakerfi. Borgar meira fyrir ónýtan lífeyri.

  Jafnræðinu var snarlega hent út um gluggann, á meðan innistæðueigendur umfram innistæðutrygginar fengu allt sitt fengu skuldarar og skattgreiðendur stökkbreytingu. Erlendis bera stjórnvöld sig svo aumlega og bera fyrir sig algerum forsendubrest sem réttlæti neyðarlögin. Sömu stjórnvöld snúa sér svo við og tilkynna íslenskum skuldurum og skattgreiðendum að hér hafi nú bara alls enginn forsendubrestur átt sér stað. Þið skuluð borga. Næstu 40 árin verður dagskipunin að borga meira fyrir minna. Í 40 ár eða svo, fyrir 2% elítuna.

  Og nú skal pöpullinn greiða viðbjóðinn erlendis líka á meðan 2% elítan hlær alla leið í bankann. Sömu ólög gerðu Hollendinga og Breta brjálaða því eins og eðlilegt er vilja þeir fá sömu fyrirgreiðslu.

  Að samþykkja Icesave er að borga fyrir viðbjóð 2% elítunnar. Samþykkja skerðinguna næstu 40 árin eða svo. Það er að samþykkja neyðarlegasta viðbjóðin í hruninu og er þó af nógu að taka. Það er að samþykkja greiðslur fyrir glæpafyrirtæki sem er ennþá undir leyndarhúpi inngróinnar spillingar í nánast hverju horni samfélagsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *