Röð og umboð þeirra sem náðu kjöri

Úrslit kosninga til stjórnalagaþings eru kunn. Ítarleg skýrsla um útreikning atkvæða hefur verið birt. Hún er gríðarlega löng og mætti vera ögn betur upp sett.

Það hefði verið frábært að fá atkvæðafjölda í fyrsta val í röð eftir fjölda atkvæða en ekki í stafrófsröð. Það sem mundi sjást úr slíkri röð er hversu mikið forgangsröðun á eftir 1. vali breytti. Voru kjósendur að raða til einskis eða breytti það einhverju? Frambjóðandinn sem ég setti sem mitt fyrsta val hirti allt mitt atkvæði og því hefði ég alveg getað sleppt því að raða hinum 24.

En við þurfum ekki að pæla lengur í því. Ég er búinn að raða öllum frambjóðendunum upp. Og það kemur í ljós að 18 komust inn vegna fjölda atkvæða í 1. vali, en 7 komu inn eftir að forgangsröðun, annars dauðra atkvæða, var skoðuð.

Þeir sem komust inn á forgangsröðun:

 • Inga Lind Karlsdóttir
 • Katrín Oddsdóttir
 • Guðmundur Gunnarsson
 • Katrín Fjeldsted
 • Ástrós Gunnlaugsdóttir
 • Gísli Tryggvason
 • Lýður Árnason

Þeir sem komust ekki inn „sökum“ forgangsröðunar:

 • Magnús Thoroddsen
 • Stefán Gíslason
 • Íris Lind Sæmundsdóttir
 • Reynir Grétarsson
 • Þorsteinn Arnalds
 • Jón Ólafsson
 • Kristín Vala Ragnarsdóttir

En þá hefði reyndar kynjakvótinn komið til og líklega hefðu tekið sæti Inga Lind og Katrín Odds.

Það má kannski lesa úr þessu að fólk setti vissulega óþekkt fólk í fyrsta sætið, en „celeb“ fylgdu með á listann hjá flestum og komust þannig inn. Einnig að konur áttu ekki greiðan aðgang að fyrsta sætinu. Forgangsröðunin sýnist mér aðallega hafa gagnast „celebum“ og konum – en konurnar áttu þó annað úrræði. Forgangsröðunin breytti litlu og hlýtur því að hafa gert ógagn því hún flæmdi burt kjósendur. Leiðinleg niðurstaða. Kannski betra að bjóða bara upp á 5 til að forgangsraða.

Í skýrslunni má sjá að til þess að ná kjöri í þingsæti þurfti 3167 atkvæði. Einungis einn frambjóðandi náði slíkum fjölda atkvæða, Þorvaldur Gylfason. Aðrir ná kjöri einungis vegna þess að atkvæðin dreifðust svo mikið. Þegar var svo tekið tillit til forgangsröðunar þá náðu 10 til viðbótar kjöri í þingsæti.

Þeir 11 sem náðu raunverulegu kjöri, og því góðu umboði inn á stjórnlagaþingið, í þeirri röð sem þau náðu kjöri skv. skýrslunni:

 • Þorvaldur Gylfason
 • Ómar Ragnarsson
 • Salvör Nordal
 • Andrés Magnússon
 • Illugi Jökulsson
 • Þorkell Helgason
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Ari Teitsson
 • Pétur Gunnlaugsson
 • Silja Bára Ómarsdóttir
 • Eiríkur Bergmann Einarsson

Öll náðu þau kjöri með a.m.k. 3167 atkvæðum.

Aðrir komust inn á þingið með færri en 3167 atkvæði, og því með heldur lakara umboð. Skv. skýrslunni náðu þau kjöri í þessari röð:

 • Örn Bárður með 3144 atkv.
 • Inga Lind með 2856 atkv.
 • Erlingur með 2804 atkv.
 • Þórhildur með 2736 atkv.
 • Katrín Fjelsted með 2559 atkv.
 • Katrín Odds með 2497 atkv.
 • Vilhjálmur með 2461 atkv.
 • Ástrós með 2168 atkv.
 • Pawel með 2167 atkv.
 • Gísli með 2133 atkv.
 • Guðmundur með 2109 atkv.
 • Arnfríður með 2097 atkv.
 • Lýður með 2001 atkv.
 • Dögg með 1996 atkv.

Þá er röð og umboð stjórnlagaþings fulltrúa ljós. Einn fulltrúi fékk sterkt umboð úr veikri kosningu. Aðrir fengu veikt umboð úr veikri kosningu. Það er leitt, en ég ber samt miklar væntingar til þessara fulltrúa og óska þeim alls hins besta.

—  —  —   —   —

Hér má sjá topp 40 í fyrsta vali (þá sjást allir sem náðu kjöri, og þeir sem mögulega hefðu náð kjöri ef engin forgangsröðun hefði verið):

röð nafn atkvæði
1 3403 Þorvaldur Gylfason 7192
2 9024 Salvör Nordal 2482
3 9365 Ómar Þorfinnur Ragnarsson 2440
4 6747 Andrés Magnússon 2175
5 2292 Pétur Gunnlaugsson 1989
6 2853 Þorkell Helgason 1930
7 2237 Ari Teitsson 1686
8 9948 Illugi Jökulsson 1593
9 2303 Freyja Haraldsdóttir 1089
10 4987 Silja Bára Ómarsdóttir 1054
11 8353 Örn Bárður Jónsson 806
12 2193 Eiríkur Bergmann Einarsson 753
13 5405 Magnús Thoroddsen 738
14 2072 Stefán Gíslason 689
15 7572 Dögg Harðardóttir 674
16 2325 Vilhjálmur Þorsteinsson 672
17 5108 Íris Lind Sæmundsdóttir 619
18 9563 Pawel Bartoszek 584
19 5196 Þórhildur Þorleifsdóttir 584
20 8023 Arnfríður Guðmundsdóttir 531
21 7341 Reynir Grétarsson 531
22 9431 Erlingur Sigurðarson 526
23 2358 Þorsteinn Arnalds 526
24 7671 Jón Ólafsson 525
25 8507 Kristín Vala Ragnarsdóttir 521
26 5075 Árni Indriðason 517
27 8749 Inga Lind Karlsdóttir 493
28 7759 Elías Blöndal Guðjónsson 491
29 8463 Katrín Oddsdóttir 479
30 6527 Gunnar Hersveinn Sigursteinsson 475
31 6219 Guðrún Högnadóttir 465
32 7825 Guðmundur Gunnarsson 432
33 7715 Katrín Fjeldsted 418
34 4635 María Ágústsdóttir 417
35 6428 Tryggvi Gíslason 407
36 9915 Jónas Kristjánsson 397
37 5779 Ástrós Gunnlaugsdóttir 396
38 3612 Gísli Hjartarson 352
39 3249 Gísli Tryggvason 348
40 3876 Lýður Árnason 347

Þá er áhugavert að 65 frambjóðendur fengu færri en 30 atkvæði í 1. val.

Þeir sem ráku lestina:

518 7605 Jóhannes Jónsson 11
519 3271 Elinborg Skúladóttir 10
520 6186 Ólafur Torfi Yngvason 7
521 7363 Ægir Geirdal Gíslason 6
522 5768 Rúnar Þór Jónsson 1

  3 comments for “Röð og umboð þeirra sem náðu kjöri

 1. 30. nóvember 2010 at 22:15

  Fyrsta hálftímann var villa. Íris Lind var ekki tilgreind í hópi þeirra sem hefði komist inn ef forgangsröð hefði verið sleppt og það vantaði Gísla Tryggva í listann yfir þá sem hefði dottið út.

 2. Markús
  1. desember 2010 at 7:59

  Flott úttekt hjá þér. Fatta ekki hverjir kusu Ingu Lind.

 3. 2. desember 2010 at 0:21

  Enga ástæðu sé ég til að treysta útreikningum þínum, Guðlaugur, meðan heildaratkvæðatölur hvers einasta frambjóðanda í 1.-25. sæti liggja ekki fyrir. Á meðan kann þetta einfaldlega að virka í þá þátt að svæfa fólk fyrir kröfunni um að fá allt upp á borðið í þessari undarlegu talningu.

  Loftur Þorsteinsson ritaði á minn vef: „Hugsanlega hafa margir frambjóðendur fengið fleiri atkvæði en þeir sem hlutu kosningu samkvæmt þessum undarlegu útreikningum. Finnst þér það ekki óeðlilegt ?“

  Jú, svo sannarlega er það undarlegt !!!

  Að þú skulir, Guðlaugur, halda hér úti aukasíðu, þar sem þú hefur gengið í björg Icesave-greiðslustefnunnar – þvert gegn vilja þjóðarinnar og þar að auki margt þar þegar afsannað með síðar framkomnum upplýsingum – það eykur ekki tiltrú mína á því, að þú sért hlutlaus og áreiðanlegur rannsakandi og álitsgjafi þessara kosningamála. Stefna þín var stefna Icesave-stjórnarinnar. Ertu ekki enn í því liði?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *