Minn listi á stjórnlagaþing

Valkvíði minn er mikill fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings nú á laugardaginn. Það er frábært að geta valið 25 einstaklinga úr þeim góða hópi sem býður sig fram. Mesti hausverkurinn er að ákveða hver þeirra verður mitt fyrsta val.

Ég hef sigtað út þá sem ég tel koma til greina og er búinn að raða þeim upp gróft, en á eftir að ákveða endanlega um forgangsröðina. Svo er líka góður möguleiki að þetta verður allt endurskoðað áður en í kjörklefann kemur.

Ég vil sjá gott og hæft fólk á stjórnlagaþingi. Ég vil sjá víðsýnt og umburðarlynt fólk. Ég vil sjá reynslu og þroska. Ég vil sjá fólk sem er tilbúið til að skipta um sk0ðun og hlusta á aðra þá sem setjast á þingið. Ég vil fá fulltrúa sem hugsa um heildar þjóðarhag, fremur en sérhagsmuni. Ég vil að fulltrúar hafi þekkingu á innihaldi og sögu stjórnarskráa heimsins. Ég vil fólk sem hugsar út fyrir kassann. Ég vil fólk sem vill breytingar. Já, ég vil góða blöndu af fólki sem vill vinna að því að ná sátt um nýja stjórnarskrá.

Eftir að DV birti prófið sitt þá er orðið mun ljósarar hvaða skoðanir hver frambjóðandi hefur. Nú hef ég að auki tækifæri til að kjósa fólk sem hefur sama hug og ég til breytinga á stjórnarskránni. Það eykur enn meira á valkvíðann um hversu mikið af fólki ég vel vegna skoðanna þeirra.

Frambjóðendur eru mikið að tjá sig, eins og vera ber. Það sem kemur fram hjá frambjóðendum fram að kosningum getur breytt þessum lista. Sérstaklega er ég viðkvæmur fyrir því þegar frambjóðendur eru komnir strax ofan í skotgrafir. Fullyrðingar eins og „Þingræði er betra en forsetaræði“ létta mér verkið og get ég strax hætt að hugsa um þá frambjóðendur.

Topp 8 (í engri sérstakri röð):

3568 Smári Páll McCarthy
4294 Halldór Þorkell Guðjónsson
5779 Ástrós Gunnlaugsdóttir
3238 Hildigunnur Sverrisdóttir
4789 Kristín Erna Arnardóttir
9563 Pawel Bartoszek
3436 Sigurður Hólm Gunnarsson
2171 Valdís Steinarrsdóttir

Val 9-18 (í engri sérstakri röð)

6329 Reynir Vilhjálmsson
2193 Eiríkur Bergmann Einarsson
9024 Salvör Nordal
2853 Þorkell Helgason
5042 Jón Jósef Bjarnason
2324 Jón Steindór Valdimarsson
9904 Elías Halldór Ágústsson
2325 Vilhjálmur Þorsteinsson
5878 Gunnar Grímsson
3403 Þorvaldur Gylfason

Val 19-25 (í engri sérstakri röð)

5152 Þórunn Hálfdánardóttir
8298 Aðalheiður Jóhannsdóttir
2897 Ásgeir Beinteinsson
4954 Stefán Pálsson
9915 Jónas Kristánsson
6395 Lárus Ýmir Óskarsson
6384 Herdís Dröfn Baldvinsdóttir

Fólk sem bankar upp á :

6747 Andrés Magnússon
5361 Baldur Óskarsson
7671 Jón Ólafsson
8782 Júlíus Sólnes
4283 Óli Gneisti Sóleyjarson
9365 Ómar Þorfinnur Ragnarsson
7957 Sturla Jónsson
6153 Sigríður Dögg Auðunsdóttir
6428 Tryggvi Gíslason
5196 Þórhildur Þorleifsdóttir
8903 Ægir Örn Sveinsson
2347 Örn Sigurðsson

… mikið verður nú erfitt að raða þessu endanlega

  5 comments for “Minn listi á stjórnlagaþing

 1. Andri bró
  22. nóvember 2010 at 23:10

  Ég var búinn að krota niður 10 manns og þú ert með 5 af þeim

  • 3. desember 2016 at 13:59

   Thknas for taking the time to post. It’s lifted the level of debate

   • 2. janúar 2017 at 15:21

    &qt§p;OuosiÃoão quer ouvir Lula na CPI sobre chantagem contra ministros do STF". Equipe médica (composta por 36 médicos) do Circo-Libanês examina Lula e o proibe de falar pelos próximos cinco meses. É a famosa 'síndrome de Carlinhos Cachoeira".

  • 14. febrúar 2017 at 16:14

   Have you given any thought at all with converting your main site in to Spanish? I know a couple of translaters right here that will might help you do it for no cost if you wanna get in touch with me personally.

 2. 22. nóvember 2010 at 23:16

  Gaman að því. Mundu að þér gáfaðari eldri bróðir hefur ekki valið hina 5 🙂 Það væri gaman að sjá hvaða 5 þú ert með þarna. Mögulega þarf ég að koma þeim að … hvur veit.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *