Drög mín að stjórnarskrá Íslands

Allt frá hruni hefur stjórnarskráin okkar verið ofarlega í huga mér og starfaði ég með góðum stjórnarskrárhópi með ungum jafnaðarmönnum á síðasta ári. Nú er umræðan um stjórnlagaþing á fullu og hefur stjórnarskráin leitað nokkuð á huga minn.

Ég setti upp í flýti nú í kvöld drög mín að stjórnarskrá. Gerði ég það til að létta á huga mér og auðvitað í tilefni þess að kosningar til stjórnlagaþings eru skammt undan, og svo auðvitað stjórnlagaþingið sjálft á 200 ára afmælisári Jóns Sigurðssonar forseta.

Þarna eru hlutir sem mér finnst eiga vera í stjórnarskrá – í það minnsta þessa stundina. Ég gerði mér þann leik að reyna að nota ný hugtök um stjórnmálin. Sem dæmi þá heitir ráðherra regluþjónn í minni stjórnarskrá.

Drög mín að stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *