Magma málið snýst ekki um Magma

Mikið kjaftæði er þessi Magma umræða.

1. Engin auðlind hefur verið seld.

2. Ef nýtingarsamningurinn er í lagi þá skiptir engu máli hver á fyrirtækið.

3. Það er öllum búið að vera ljóst frá upphafi að Magma er kanadískt fyrirtæki.

4. Því er allt vitlaust vegna þess að Magma er kanadískt fyrirtæki? Eiga sænsk fyrirtæki frekar að eiga orkufyrirtæki á Íslandi?

5. Fólk er að nota tæknileg atriði til að verjast erlendri fjárfestingu í orkufyrirtækjum. Hefði Magma verið sænskt fyrirtæki þá værum við bara að tala um einhver önnur tæknileg atriði.

6. Umræðan snýst um skúffufyrirtæki – samt er málefnið allt annað. Það er oft mjög erfitt að tala um raunverulegu málefnin í íslenskum stjórnmálum þegar bara aukaatriðin eru rædd.

7. Þingmenn VG eru aumkunarverðir í framkomu sinni. Þeir ráðast á rangan aðila og þar að auki allt of seint. Ráðist að hinum raunverulega vanda! Ef stjórnvöld standa sig þá skiptir eignarhald á fyrirtækjum í landinu engu máli.

Vandamálið er ekki Magma. Vandamálið er hversu illa ígrundaður nýtingarsamningur var gerður við HS Orku. Kannast einhver við Árna Sigfússon?

  10 comments for “Magma málið snýst ekki um Magma

 1. 15. júlí 2010 at 22:37

  Þannig að þú ert sáttur við að ríkisstjórnin þverbrjóti EES samninginn og grundvallarreglur ESB um fjórfrelsið og banni innlendum aðilum að nota aflandskrónur en heimilar Magma Energy það?

  Þannig að þú ert bara sáttur við að Magma Energy hafi fengið 375 milljón króna afslátt, 3 milljónir USD, við kaupin vegna þess að þeir eru í náðinni?

  Fyrir 8,62% hlut sem Magma Energy keypti á 17 milljónir USD hefði innlent fyrirtæki þurft að greiða 20 milljónir USD!!

  Á að réttlæta þetta?

  Svo má ekki gleyma því að aflandskrónurnar sem Magma Energy kom með til landsins, veiktu gengið, jók verðbólgu og skertu kjör almennings. Þegar komið er með aflandskrónur til landsins þá er það alveg eins og þegar peningar eru prentaðir, þeir sem fá peningana fyrstir verða ríkir en allir aðrir verða fátækari.

  Eigum við ESB sinnar ekki að gera kröfu til forystu Samfylkingarinnar um að hún fari að haga sér eins og hún ætli í alvöru í ESB?

  • 15. júlí 2010 at 22:57

   Nei, vinur ég er ekkert sérlega sáttur við það sem þú nefnir. Það væri betra ef umræðan snérist um þessa þætti. Ef hins vegar málið snérist eingöngu um slæma viðskiptahætti þá væri málið ekki pólitískt. Þá ætti málið að fara sína leið í réttarkerfinu.

   Það væri betra ef rætt væri opinskátt um það að vandamálið í augum ansi margra er að Magma er erlent fyrirtæki og því á að nýta stjórnvöld til að ónýta samninga. Menn eiga þá að ganga hreint til verka, en ekki finna tæknileg viðskiptaatriði sem koma pólitísku eðli málsins ekkert við.

 2. 16. júlí 2010 at 12:09

  .. áhugavert að heyra að þér finnist öll sú mismunun, hið efnahagslega óréttlæti, hið félagslega óréttlæti og hin gríðarlega mikla skaðsemi sem gjaldeyrishöftin hafa í för með sér sé bara „tæknilegt viðskiptaatriði“.

  Einnig að brot á grundvallarreglu EES og ESB sé einnig „tæknilegt viðskiptaatriði“.

  .. áhugavert!

  • 16. júlí 2010 at 12:19

   Jæja vinur, hvernig væri nú að þú hættir að leggja mér orð í munn og beindir atriðum sem ég er þér alveg sammála um eitthvert annað.

   Gjaldeyrishöftin eru ömurleg, en mögulega nauðsyn. Það að brotið sé á þeim er sakamál og á að meðhöndla sem slíkt.

   Gjaldeyrishöftin eru jú brot á EES samningnum. Við megum þakka ESB fyrir að horfa í gegnum hendur sér með þetta brot okkar.

   Eina færa leiðin í stöðunni er að segja upp EES samningnum eða fara að fullu inn í ESB. Vonandi ber okkur gæfa til að velja seinni kostinn. Algjört glapræði væri hins vegar að setja krónuna á flot.

   En allar þessar pælingar eru aukaatriði í málinu um Magma. Það er verið að reyna að koma í veg fyrir erlent eignarhald á HS Orku. Vandamálið er bara það að ekkert í lögum bannar þetta eignarhald og því er fólk að finna önnur tæknileg atriði við samningsgerðina til þess að reyna að rifta samningum. Ef það væri stefna stjórnvalda að breyta lögum um fjárfestingu erlendra aðila í orkufyrirtækjum þá væri búið að breyta lögunum.

 3. 16. júlí 2010 at 18:48

  þetta eru sömu rök og ég heyrði á fundi hjá Heimsýn… ég varð fljótur að gerast enn dyggari ESB sinni eftir hann, því fólk með þessar skoðanir á höftunum og hvernig það sé í lagi að koma illa fram við fólk, sérstaklega efnaminna fólk, vegna efnahagshrunsins eru hreint út sagt dapurlegar.

 4. 19. júlí 2010 at 14:19

  alveg sammála þessum pistli. Þess vegna á að rifta þeim hluta samningsins sem Magma fékk með afslætti og brotum á EES samningnum, enda hljóta augljóst brot á EES samningnum og fjórfrelsinu að hræða fjárfesta í burtu alveg eins og þegar fyrirtækjum er mismunað.

  http://www.ruv.is/frett/erfitt-ad-skilja-verklag-islendinga

  http://www.ruv.is/frett/erfitt-ad-fjarfesta-a-islandi

  Þetta segir okkur að til að örva fjárfestingar og tiltrú erlendra fjárfesta á landinu þá sé best að hafa skýr lög, samræmi og festu. Þetta hefur allt skort í Magma málinu.

 5. 19. júlí 2010 at 14:33

  Lúðvík, ég held að við getum verið hjartanlega sammála um þetta mál, ef við sammælumst um að kalla það HS orku málið í stað Magma málið.

  Málið snýst um nýtingarsamning og sölusamning sem innlendir (opinberir) aðilar hafa skrifað upp á. Það er kannski ekki upp á Magma að klaga að sættast á hagstæða samninga frá Íslendingum.

  Erlenda fjárfestingin er einmitt ekki vandamálið, heldur þeir samningar sem innlendir aðilar hafa gert á milli sín og við/um HS orku.

 6. 19. júlí 2010 at 15:27

  sem jafnaðarmaður get ég ekki hafnað sáttum þegar þeir bjóðast.

  Hjartanlega sammála þér núna.

 7. Aðalsteinn Kjartansson
  19. júlí 2010 at 16:45

  Sammála þér Gulli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *