HD klúður Stöðvar 2

Nú fyrir HM hefur Stöð 2 auglýst HD útsendingar á öllum leikjunum á HM. Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til þess að verða mér úti um búnað til þess að geta horft á HD útsendingarnar. (Venjulegir afruglarar duga ekki)

Niðurstaðan var sú að ég hefði getað fengið HD útsendingarnar en bara með því að láta taka mig í óæðri endann, ósmurt.

HD myndlyklar eru víst allir í notkun, bæði fyrir ljósleiðara og örbylgjuloftnet. Stöð 2 klikkaði á því að láta Vodafone vita að allir leikir á HM yrðu sendir út í HD og var Vodafone því ekki tilbúið undir eftirspurnina. Einn möguleiki var þó í stöðunni. Vodafone býður upp á CAM afruglara sem stungið er í sjónvörp sem eru með CI rauf. Sjónvarpið mitt tekur slíkan sleða en þá kom babb í bátinn. Kostnaðurinn! 5 þúsund kr. stofnkostnaður er á CAM afruglaranum. Ok, ég ætlaði svo sem að láta mig hafa það, enda er það mjög góður kostur að ekkert mál er að stinga afruglaranum í sjónvörp utan heimilsins. En, svo að ég geti haldið Leigunni (og Stöð 2 frelsi) á ljósleiðaraafruglaranum þá þarf að flytja Stöð 2 Sport 2 yfir á CAM afruglarann og þá þarf að reikna áskrift mína sem tvær áskriftir, og við það fellur niður afsláttur. Það gerir 1.800 kr. á mánuði.

S.s., ég var tilbúinn til þess að láta taka mig í óæðri endann (greiða 5 þúsund kr.), en Stöð 2 gat ekki splæst í smurningu með því að láta 1.800 kallinn hverfa.

=> Ekkert HD fyrir Gulla.

Það er fáránlegt hversu sum fyrirtæki eru miklir fangar í viðjum tölvukerfa sinna – því ég fann ekki annað en vilja starfsmanna til þess að reyna að fá þetta til að ganga upp. En, nei, Computer says no.

  7 comments for “HD klúður Stöðvar 2

 1. 12. júní 2010 at 19:30

  Ég var að vinna á Filmusafni Stöðvar 2 fyrir fjórum árum þegar HM var. Þá var haldinn fundur svona viku eða kannski tveimur fyrir keppni og okkur tilkynnt að yfirmennirnir ætluðu að senda út, að mig minnir, bæði í 9/16 og 3/4. Það var ekkert byrjað að standa í svoleiðis á þessum tíma. Vandinn var að þeir höfðu ekki sagt við okkur sem þurftum að skaffa spólurnar, ekki við þá í útsendingunni eða þá sem voru að hanna grafíkina. Það er stórundarlegt að starfsfólkinu hafi síðan tekist þetta. Þessi reynsla þín kemur mér því ekkert sérstaklega á óvart.

 2. 12. júní 2010 at 19:45

  Áhugaverð saga. Sama fyrirhyggjuleysið greinilega í gangi, en nú virðist sem starfsmönnum hafi verið gert gjörsamlega ómögulegt að færa viðskiptavinum þá þjónustu sem Stöð 2 hefur lagt í að bjóða. Klárlega stjórnunarlegt vandamál, alls ekki starfsmannanna.

 3. Dúddi með Ljós
  12. júní 2010 at 20:00

  Takk fyrir pistilinn. Vildi bæta því við að meintir afruglarar með HD útgangi fyrir ljósleiðara virka bara alls ekki, frjósa í tíma og ótíma. Fór ég veit ekki hvað oft til Vodafone með minn og aldrei fékkst hann lagaður. Svo gerðist það að lokum að ég fékk annan sem fór ekki einu sinni í gang. Enn ein ferðin til þeirra og þá var mér tilkynnt að ég fengi ekki einu sinni þann gamla aftur. Endaði með því að ég fékk afruglara sem styður ekki HD.
  Sjalda eða aldrei lent í öðru eins rugli.
  Kúnninn er klárlega númer 2 hjá Vodafone, gróðinn kemur fyrst.
  Það er svo sér kafli að lýsa því sem meintir þjónustufulltrúar Vodafone segja við mann í síma. Það er álíka jarðtengt og alþeingi.

 4. 12. júní 2010 at 20:42

  Já, þau hjá Vodafone sögðu mér einmitt að þau væru í raun ekki með neina HD myndlykla fyrir ljósið. Þau hættu að nota þá týpu sem þau byrjuðu með, einmitt vegna vandamála. Vodafone er að leita að nýrri tegund og enn sem komið er þá hafa þau ekki fundið týpu sem stenst þeirra prófanir.

  Ég skil mjög vel að þú sért ósáttur, Dúddi með Ljós. En mér heyrist Vodafone hafi gert rétt með að einfaldlega hætta með þessa HD myndlykla, vegna vandamála. (en áttu auðvitað aldrei að láta þá í umferð)

 5. 12. júní 2010 at 21:17

  Ef þú kaupir einn af þessum hérna afruglurum hérna (sjá link fyrir neðan). Þá ætti það að virka á afruglarakorti hjá Stöð 2. Þessir afruglarar ráða við Conax ruglarakerfið sem hérna er um að ræða mjög vel og án vandamála. Gildir þá einu hvaða CAS er í notkun hjá Stöð 2 held ég. Ef það gerir það ekki, þá er einfalt að uppfæra kortin með þar til gerðum búnaði.

  Það gæti þó verið að þetta breyti ekki neinu fyrir þig. Betri ráð get ég ekki gefið þér varðandi þetta HD mál hjá Stöð 2.

  http://www.oreind.is/catalog/default.php?cPath=33

 6. 12. júní 2010 at 21:30

  Þakka ábendinguna. En eins og þú segir, þá hjálpar þetta lítið. Tæknin er ekki vandamálið, heldur rukkun á áskrift.

 7. Aggi
  13. júní 2010 at 19:14

  Lagaðu RSS feedið hjá þér drengur… get ekki lesið nema fyrstu línurnar í Readernum!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *