Alveg hættur við að kjósa Besta – xS og ekkert kjaftæði!

Í gærkvöldi snérist mér hugur og hætti við að kjósa Besta flokkinn. Jón Gnarr klúðraði lokasprettinum og fréttir af lélegri kjörsókn styðja mig í þeirri trú að Besti flokkurinn er að klúðra ætlunarverki sínu. Reykvíkingar sjá að staðan er alvarleg og að við þurfum jafnaðarstefnuna til að koma okkur út úr kreppunni. Besti flokkurinn er ekki nægjanlega góður valkostur til að senda fjórflokkinn í frí, því miður – ég tæki þátt í því af fullu afli.

Við verðum að koma í veg fyrir þann möguleika að Besti flokkurinn leiði Sjálfstæðisflokkinn enn og aftur til valda. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á öllu ruglinu í Reykjavík.

Góðir pistlar af bloggi dagsins:
http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2010/5/29/hvad-eg-ad-kjosa/
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/05/29/hvad-skal-kjosa/

  4 comments for “Alveg hættur við að kjósa Besta – xS og ekkert kjaftæði!

 1. TómasHa
  29. maí 2010 at 13:06

  Það er óvíst að Reykjavíkingar sjái samt að jafnaðarstefnan sé málið. Mér sýnist að það fylgi sem hefur verið að hrynja af Besta ekki hafa farið mikið yfir til Samfylkingarinnar.

 2. 29. maí 2010 at 13:19

  Já, mér þykir það mjög miður að Íslendingar sjái það ekki að í hjarta sínu eru þeir flestir jafnaðarmenn. Það er ótrúlegur fjöldi sem virðist ákveða sig í dag. Kastljósið í gær gefur mér von um að Reykvíkingar hafi séð eina raunhæfa valkostinn.

 3. tómasha
  29. maí 2010 at 14:23

  Ég held nú að ýmsir hafi séð Hönnu Birnu fyrir sér á sama hátt. Það kemur auðvitað ekki á óvart að þér finnist þetta 🙂

 4. 30. maí 2010 at 4:28

  Og hvernig stóðu hinir sig betur?

  Þú komst greinilega að þeirri niðurstöðu að Dagur hafi staðið sig best þar sem þú ætlar að kjósa samfylkinguna, en eina sem ég man hann hafa sagt að það þyrfti að koma Hjálmar og Bjarna að.

  Reyndar er ég alveg sammála um Hjálmar.

  En þar sem úrslitin eru ljós og sá Besti fær bara 6 er ég hræddur um að Reykvíkingar hafi látið tækifærið frá sér um að koma borgarpólitíkinni frá landspólitíkinni. Eftir 4 ár verðum við aftur kominn í landspólitíkina í borginni.

  Aðalstefnumál Samfylkingarinnar var atvinnumál. Hefurður lesið stefnuskrána? Skilurður hana? Hún snýst öll um að ræða við aðra um að gera hitt og þetta. Svo þetta komment Dags um 5000 ný störf, hljómaði eins og gamla fjórflokka pólitíkin (helst kannski framsókn).

  Hanna Birna talandi um samstarf um hitt og þetta en samt þurfi að vera flokkar til þess að greina á … bla bla bla.

  Sóley með sínar útsvarshækkanir (sem myndu lækka skattleysismörkin, en fátækir og Vinstri Grænir kunna ekki stærðfræði svo engin fattar það).

  Eina tækifærið til að breyta borgarpólitíkinni til langframa var að kjósa Besta og tryggja þeim meirihluta en því miður tókst það ekki. „því þeir höfðu enga stefnu“ var afsökun flestra sem ekki kusu þá. En ef maður skoðar hvaða stefnu fjórflokkurinn hefur haft fyrir kosningar og framfylgt eftir kosningar þá er það oftast eitthvað gjörólíkt (og menn hafa alltaf haft afsakanir). En á meðan Jón Gnarr svaraði að hann ætlaði að ráðfæra sig við menn með menntun og reynslu á viðkomandi sviði þá gripu menn það sem afsökun til að kjósa gamla fjórflokkinn.

  Einnig heyrði maður að Jón Gnarr kunni ekki hinn pólitíska leik að mæta í kappræður, en kommon er það sem við viljum. Bara hafa uppalda innflokksmenn í bæjarpólitíkinni.

  Staðreyndin er sú að þeir sem vildu breytingar á borgarpólitíkinni fengu 6 borgarfulltrúa. Þeir sem vilja halda áfram með gamla fjórflokkakerfið fengu 9 borgarfulltrúa (þó svo að sumir geti eflaust einhvern vegin ályktað sem svo að þeir voru að kjósa mann sem var aftarlega á listanum inn í borgarstjórn, svo þeir voru eiginlega ekki að kjósa fjórflokkinn).

  Til lengri tíma vann fjórflokkurinn og eftir 4-8 ár verður borgin aftur komin í landspólitíkurhugsjónina. Því sú pólitík vann í kvöld, því miður.

  Til hamingju með þitt atvkæði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *