Besti flokkurinn og önnur pólitík af fésbók

Hitt og þetta sem ég hef ritað á Facebook síðustu daga:

Afsakið á meðan ég æli. Forsíðufrétt DV er um það bil að svipta mig allri trú á DV, flokka(klíku)pólitíkinni, Samfylkingunni og BJörgvini G. Hvert er point-ið með fréttinni? Eiga lesendur DV að vorkenna Björgvini G.? Hvað hefur Samfylkingin með það að gera hvort Björgvin sitji eða ekki? Hvað hefur Samfylkingin með það að gera hvort Björgvin hafi vinnu eða ekki? Hvernig dettur Björvini í hug að hann eigi eitthvað inni hjá Samfylkingunni? Samfylkingunni væri nær að reka alla þá þingmenn/ráðherra sem tóku sæti árið 2007 úr þingflokki sínum. Það er svo þessara þingmanna að átta sig á því að nærveru þeirra á þingi er ekki lengur vænst af almenningi. Það eru rétt viðbrögð eftir afhjúpun Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Guðlaugur Kr. Jörundsson mælist til þess að ef framboð eigi að komast í sveitastjórnir verði að lágmarki að komast tveir inn fyrir framboðið. Ef það er bara einn þá gæti það verið karl! Guð forði okkur og jafnréttisstýru frá því.

Guðlaugur Kr. Jörundsson var vinsamlegast beðinn um að fara út er hann bað um kynjagleraugu í Linsunni. Slík gleraugu eru víst mjög dýr og eru einungis seld fólki í VG.

Ég verð að láta kynjagreina hugsun mína og hegðun. Það mun ekkert smá borga sig.

Sigurjón Kjartansson lýsir mínum hug til Besta flokksins ansi vel. Ef eitthvað framboð er djók er það Sjálfstæðisflokkurinn.

Guðlaugur Kr. Jörundsson er að verða nokk þreyttur á vælinu úr Reykjanesbæ. Var það ekki árið 2006 sem bærinn seldi sig út úr HS Orku? Ég sé ekki að það skipti bæinn máli hvort einkaaðilinn GGE eða einkaaðilinn Magma eigi HS Orku. Það er verið að há einhverja baráttu núna, sem átti að fara fram áður en bæjarfélögin seldu sína hluti.

„Það er unnt að hlusta á þann hátt að það taki öllum gullhömrum fram“

Guðlaugur Kr. Jörundsson er kjaftstopp eftir nýjustu skoðanakönnun úr Reykjavík. (og ekki útlit fyrir miklar breytingar með einungis 16% óákveðinna)

Úrræðaleysi flokkanna gagnvart BF er hreint ótrúlegt. Það er ekki hægt að treysta þeim til verka ef þeir kunna ekki að taka á móti smá mótlæti og gagnrýni

Æðisleg er þessi birta. Það er komið vel yfir miðnætti og enn er ekki orðið svarta myrkur.

„Seek to understand to be understood“

Þetta hlýtur öllum að vera ljóst, þó ömurlegt sé. Það sem skapar þessa niðurstöðu er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hrundi ekki með bönkunum. Lausnin er auðvitað meirihlutastjórn Samfylkingar – og að fólk hætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn! Mér sýnist Þorsteinn geta bara gengið í Samfylkinguna, hann þarf bara að yfirgefa vini sína í LÍÚ og gerast vinur almennings.

Frábærlega flott myndband. Snilldarpunktar í þessu. Ég vil gott fólk í borgarstjórn. Besti flokkurinn hefur gott fólk. Ég treysti fólkinu á Samfylkingarlistanum – en sem stendur er tenging þess góða fólks við Samfylkinguna að skemma fyrir því.

Voðalega er þreytt að lesa um þá sem vöruðu við. Það varð allsherjar hrun. Við brugðumst öll. Þeir sem vöruðu við töpuðu bardaganum – þeir voru ekki nógu sannfærandi í sínum viðvörunum og aðgerðum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *