Við þurfum Sigrúnu Elsu í 2. sætið

Vísir.is birti í dag eftirfarandi grein eftir mig:

Vit, dug og festu í fjármálastjórn borgarinnar

Við félagar í Samfylkingunni í Reykjavík þurfum að leysa af hendi mikilvægt verkefni. Við þurfum að velja fulltrúa okkar til borgarstjórnarkosninga í prófkjöri sem lýkur 30. janúar. Við þurfum sigurstranglegt lið inn í kosningar og einnig dugandi fólk sem mun næstu fjögur árin berjast við erfiðar aðstæður í rekstri Reykjavíkurborgar. Okkar núverandi borgarfulltrúar munu í vor skila af sér ótrúlega góðu verki, bæði í minnihluta og í 100 daga meirihluta. Allir fjórir sækjast nú eftir endurnýjuðu umboði okkar til áframhaldandi starfa. Í prófkjörinu hefur boðið sig fram ótrúlega öflugur hópur.

Þessi fjöbreytti og hæfileikaríki hópur ber þess vitni hversu frábærlega okkar borgarfulltrúar hafa unnið. Þessum hóp þykir það eftirsóknarvert að koma til liðs við okkar kjörnu fulltrúa. Það liggur mikil gæfa yfir Samfylkingunni í Reykjavík. Prófkjör geta ruglað fólk í ríminu, sérstaklega þar sem frambjóðendur eru að óska eftir sérstökum sætum. Ég vil hvetja félaga mína í Samfylkingunni til að veita núverandi borgarfulltrúum áframhaldandi brautargengi. Ég hef fylgst náið með störfum þeirra. Þeir hafa mikla reynslu og þekkingu á borginni, sem er nauðsynlegt þegar kemur að því að hagræða.

Hagræðing má ekki hafa óvænta aukaverkun sem reynsluminni borgarfulltrúar átta sig mögulega ekki á. Veitið brautargengi: Degi verði lýðræðis og nýrra vinnubragða, Sigrúnu Elsu verði fjármálastjórnunar, Oddnýju verði barnanna og skólanna, Björk verði félagshyggjunnar. Sérstaklega vil ég hvetja mína félaga til að kjósa Sigrúnu Elsu í 2. sætið. Ég vil sjá Sigrúnu Elsu inn í borgarráð til þess að halda utan um fjármálin. Gjaldþrota Reykjavík getur enga góða hluti gert. Sigrún Elsa hefur vit á fjármálum og hún kann að fara með tölur. Hún bjargaði Orkuveitunni, REI og Gagnaveitunni. Við þurfum vit, dug og festu í borgarráðið. Við þurfum Sigrúnu Elsu í 2. sætið.

Guðlaugur Kr. Jörundsson, tölvunarfræðingur

  2 comments for “Við þurfum Sigrúnu Elsu í 2. sætið

 1. 26. janúar 2010 at 20:26

  Er tækt að halda þessari dellu fram?

  Sigrún bjargaði Orkuveitunni og REI og Gangaveitunni? Var það ekki einmitt Sigrún Elsa sem SAMÞYKKTI sölu REI. Sú eina sem stoppaði þetta var Svandís Svararsdóttir.

  Hvernig er hægt að segja svona?

  Hvað kallast það þegar fólk helfur fram vísvitandi ósannindum?

  -Já hvað?

 2. Einar Guðjónsson
  26. janúar 2010 at 21:37

  ´´ Til að halda utan um fjármálin´´ 3, 6 milljónir í prívat ferðalög á
  kostnað OR á einu ári, þú veist greinilega ekkert um feril Sigrúnar.
  Í stöðunni væri best að kjósa bara enga til setu í Borgarstjórn, hafa bara stólana 15 auða en lána efnahagsbrotadeild lögreglunnar og skattrannsóknarstjóra fundarsalinn til að rannsaka fjárreiður borgarinnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *