Grundvallarpunktar um ICESAVE

Ég get ekki annað en greint frá nokkrum grundvallarpunktum varðandi ICESAVE.

Nauðsynlegar leiðréttingar:

 • Við erum ekki í neinni stöðu til að fara fram á syndaaflausn. Við höfum ekki lengur mikilvæga stöðu í Atlantshafinu sem við getum nýtt okkur. Kalda stríðið er búið. Við erum vinalaus þjóð í sinni hörðustu milliríkjadeilu. Í vinsemd sinni hafa Norðmenn reynst okkar verstu óvinir.
 • Í þjóðarétti er ekki hægt að dæma í málum nema báðar þjóðir samþykki að fara fyrir dóminn.
 • Enginn dómstóll getur tekið fyrir þetta mál. Ríkin eiga ekki aðild að sameiginlegum dómstól. (hefðum við verið í ESB hefði Evrópudómstóllinn verið mögulegur)
 • Stjórnvöld reyndu allt til þess að fara dómstólaleiðina. Bretar og Hollendingar neituðu að fara fyrir dóm. (líkt og við neituðum að fara fyrir dóm í þorskastríðinu)
 • Evrópuríkin geta ekki sett innistöðutryggingar í réttaróvissu með því að samþykkja að mögulega sé hægt að hnekkja þeim fyrir dómi. Fjármálakerfi Evrópu færi á hliðina.
 • Það er sameiginlegur skilningur allra Evrópuþjóða að okkur ber að standa við innistæðutrygginguna. Við eigum þar enga samherja um að greiða ekki. Evrópa er ekki okkur svo illskeytt. Ríkin eru að verja eigin stöðu vegna hræðslu um að verða næsta Ísland.
 • Samningurinn er hefðbundinn alþjóðlegur lánasamningur með hefðbundnum ákvæðum. Við fáum ekki lánaða peninga nema lánveitandinn hafi tryggingu fyrir því að við munum greiða.
 • Samningskjörin eru ekki slæm. 15 ára lánstími – vilja menn lengra? 7 ár án greiðslu – bjuggust menn við samningi með engum greiðslum? Vaxtakjörin eru alls ekki slæm – hvað vilja menn eiginlega að fara fram á lága vexti í svo langan tíma?
 • Það eru engar eignir ríkisins að veði.
 • Við náðum fram betri greiðslukjörum en voru í boði í upphafi vegna þess að það var tekið tillit til aðstæðna hér á landi. Greiðslukjörin eru mun betri nú en var á þeim samningi sem lá á borðinu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.

Slæmt (málið er jú ekki algott, enda umdeilt mál):

 • Samninganefndin var ekki kynnt fyrir þjóðinni og þjóðin sannfærð um ágæti hennar.
 • Í samninganefndinni hefði átt að vera erlendur þaulvanur alþjóðasamningamaður.
 • Ekki var skilgreint í upphafi hverju samninganefndin ætlaði að ná fram. Við getum því illa metið árangur samninganna.
 • Meðferð stjórnvalda á málinu. Óheppileg atburðarás sem líktist leynimakki.
 • Málið fær engan aukatíma í ljósvakamiðlum þrátt fyrir það hversu umdeilt það er. Það er nauðsyn að fræða þjóðina um málið – á annan hátt en að fá kvöld eftir kvöld nýjan og nýjan sjálfskipaðan sérfræðing í málinu.
 • Endurskoðunarákvæðið í samningnum er ekki nógu skýrt.

Þetta er ekki réttarfarslegt mál sem verður leyst með lögfræði. Þetta er pólitískt milliríkjamál. Það er rétt að þeir sem berja höfðinu endalaust við stein um dómstólaleiðina – sem er ekki fær – greini heiðarlega frá því hvað mundi gerast ef við töpuðum málinu.

Það væri tilbreyting að fá frá gagnrýnendum þessa samnings hvað þeir telja vera góðan samning. Hvaða greiðslukjör telja þeir góð og hvaða ákvæði geta komið í stað þeirra sem nú eru sem tryggja það að við komumst ekki undan því að greiða lánið. Okkar lánveitendur verða að geta rekið samninginn fyrir dómstólum ef við borgum ekki.

Við verðum að koma þessum samningi í höfn svo við alþjóðasamskiptin komist í lag og við getum farið að ganga frá öðrum lánum t.d. hjá AGS. Við getum farið að styrkja gengið, lækka vexti og komið hjólum atvinnulífsins af stað þegar samningurinn er frágenginn (og jú, þegar Alþingi hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við ESB)

Svo hvet ég alla til að kynna sér allt um ICESAVE samninginn á island.is.
Icesave samningurinn
Skýringar við Icesave samninginn

  38 comments for “Grundvallarpunktar um ICESAVE

 1. 22. júní 2009 at 23:56

  Evrópuríkin geta ekki sett innistöðutryggingar í réttaróvissu með því að samþykkja að mögulega sé hægt að hnekkja þeim fyrir dóm. Fjármálakerfi Evrópu færi á hliðina.

  Þessi punktur er náttúrulega mjög mikilvægur og mér finnst hann ekki hafa verið ræddur og útskýrður nógu mikið. Hann einn og sér útskýrir afstöðu allra ESB-landanna í þessu máli.

  Annað: Ég hvet þig til að birta heilar færslur í rss-straumi síðunnar – það er afskaplega 2009 að lokka mann inn á síðuna sína með bara nokkrum teaser-línum!

 2. 23. júní 2009 at 0:07

  já, þessi punktur er lykilatriði. Ég ætti að feitletra hann.

  Agnar, þú verður bara að þola það að heimsækja síðuna mína. Þakkaðu bara fyrir að ég loki henni ekki með og krefjist innskráningar svo ég viti hverjir lesa ! Ég er svo sjálfhverfur að ég verð að vita hversu oft lesendur nálgast snilldina mína 🙂

 3. 23. júní 2009 at 0:13

  Ef þú skráir þig á feedburner þá geturðu séð lesningu á feedinu þínu… og svo eru einhverjar teljaravélar sem telja lestur á feedum með.

  En já. Ég er svosem heppinn að þú sért ekki búinn að loka fyrir IP-tölur frá Bretlandi!

 4. Markús
  23. júní 2009 at 8:33

  Mig grunar að þeir sem telja þetta vera slæman samning vilji helst ganga stikk-frí frá þessu öllu saman. Góður samningur yrði sá sem að Bretar og Hollendingar myndu einir borga allt saman – Ísland tæki enga ábyrgð. Það er svolítið skondið því mér sýnist margir þeir sem að aðhyllast þessu eru einmitt þeir sem að hvað harðast gagnrýna ábyrgðarleysinu hjá stjórnvöldum. Það er eins og ábyrgð er eitthvað sem að aðrir þurfi að standa undir, en ekki þeir sjáflir.

  Ég ætla að gera mitt til að standa við þessa samninga, því mér finnst ég bera ábyrgð á þeim þar sem ég kaus X-D í kosningunum 1999, studdi einkavæðinguna á sínum tíma, og keypti hlutabréf í bönkunum. Í dag er maður annar maður og skammast sín fyrir þessu enn ég, eins og meirihluti landsmann sem kaus þessa flokka yfir sig, ættu að bera ábyrgð á þessu og borga fyrir mistök okkar.

 5. 24. júní 2009 at 5:02

  Snilldar grein hjá þér…

 6. Bergþór
  27. júní 2009 at 18:11

  Evrópuríkin geta ekki sett innistöðutryggingar í réttaróvissu með því að samþykkja að mögulega sé hægt að hnekkja þeim fyrir dómi. Fjármálakerfi Evrópu færi á hliðina.

  Án þess að taka neina afstöðu, en nákvæmlega þessa staðreynd nota Icesave saminginsandstæðingar sem rök fyrir því að miklu betri samning hefði verið hægt að ná, því Evrópuþjóðirnar hefðu verið hægt að borga mikið á okkar mælikvarða (en ekki endilega á Evrópusambandsmælikvarða) til þess að skapa ekki réttaróvissu.

 7. Eyjólfur
  27. júní 2009 at 19:11

  Evrópuríkin geta ekki sett innistöðutryggingar í réttaróvissu með því að samþykkja að mögulega sé hægt að hnekkja þeim fyrir dómi. Fjármálakerfi Evrópu færi á hliðina.

  Þess vegna ætti samningsstaða okkar að vera fantagóð, fyrst við hreinlega stökkvum á þessa handsprengju fyrir ESB & co.

 8. Hafsteinn
  27. júní 2009 at 20:00

  Tillaga frakka hljóðaði upp á c. 2,5% vexti á lánið.

  Þetta er samningur um lán sem þegar er búið að veita okkur án þess að við höfum samið um kjörinn. Því er um að gera að reyna að fá betri kjör en núverandi boð.

 9. 27. júní 2009 at 23:53

  Við getum ekki litið fram hjá því að kjörin á láninu eru alls ekki slæm. Við náðum þessum kjörum fram vegna þess að samningsstaða okkar var ágæt – í þessu máli getur hún aldrei orðið fantagóð.

  Það er nánast alveg sama hvaða kjör á láninu við hefðum fengið. Það munu ávallt einhverjir segja að það hefði verið hægt að semja um betri kjör. Við getum ekki metið hvort samningar tókust vel því við vitum ekki að hvaða kjörum samninganefndin stefndi. Mér skilst reyndar að niðurstaðan sé nokkurveginn það upplegg sem samninganefndin lagði upp. Það var þess vegna sem samningurinn varð til svo skyndilega. Bretar og Hollendingar féllust á upplegg okkar.

  Það að þurfa ekki að borga næstu 7 árin hentar okkur ótrúlega vel. Lengdin á láninu er mjög löng. Vextirnir eru hagstæðir miðað við svo langan lánstíma. Ég bendi á bloggsíðu Gauta B Eggertssonar þar sem má finna umfjöllun um vextina. http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2009/6/8/lydskrum-um-vaxtamal/

  Þá er það alveg á hreinu að við getum borgað þessar skuldir. Við fengjum ekki þetta lán né önnur nema að AGS hafi staðfest greiðslugetu okkar á þeim. Vissulega væri fínt að hafa í samningnum einhverja prósentu af landsframleiðslu í greiðslur á ári. En fari svo að við munum ekki geta greitt af þessu láni, eða öðrum lánum, þá væri Ísland svo illa statt að endurskoða þyrfti öll þessi lán og það með hjálp AGS.

  En auðvitað á ekki bara að vera að spá í versta möguleikanum. Sjö ár eru langur tími. Ef Bretar og Hollendingar hafa náð að svína svo á okkur með slæmum greiðslukjörum nú þegar allt er í háa lofti vegna kreppunnar og vegna nauðsyn þess að klára af þennan samning strax þá munum við eflaust geta samið um betri lán annarsstaðar frá og greitt upp þetta „svínslega“ lán. Þá gæti einnig verið betri skilningur eftir sjö ár á því hvað gerðist í þessari miklu kreppu og kannski hægt að semja upp á nýtt um ábyrgð íslenska ríkisins í þessu máli.

  Nú verðum við að drífa þennan samning af svo við getum hætt að láta þessa miklu milliríkjadeilu flækjast fyrir okkur. Svo skulum við ekki tapa okkur í því að steyta skapi okkar einungis á Icesave og þeim sem bera ábyrgð á Icesave. Gleymum því ekki að veðskuldaruglið í Seðlabankanum verður okkur miklu dýrkeyptara. Hver ber ábyrgð á því?

 10. Kalli
  28. júní 2009 at 0:22

  Þér finnst sjálfsagt að við björgum Evrópu þegar hún kom okkur ekki til hjálpar fyrir hrun bankanna. En við eigum að hjálpa þeim vegna mögulegs hruns þeirra?

  Þér finnst sjálfsagt að Bretar og Hollendingar hagnist á því að lána okkur pening til að bjarga innistæðukerfi þeirra?

  Þú segir að innistæðutryggingakerfi Evrópu sé að veði en finnst sjálfsagt að smæsta ríki Evrópu með hrunið bankakerfi borgi fyrir þá syndaaflausn? Hvað er eina landið sem hefur engu að tapa lengur?

  Þér finnst sjálfsagt að Íslendingar borgi hærra hlutfall þjóðarframleiðslu sinnar vegna einkabanka og ónýtrar eftirlitsstofnunnar en Þjóðverjar borguðu í stríðsskaðabætur fyrir að leggja Evrópu í rúst?

  Og hvar ætlarðu að finna þessa 70 milljarða í gjaldeyri? Þegar við verðum þegar að borga annað eins í vexti af öðrum lánum?

  Þér finnst sjálfsagt að við ábyrgjumst Tryggingasjóð Innistæðueigenda þegar Frakkar tóku það sérstaklega fram að hann á ekki við þegar bankakerfi í heild hrynur?

  Má ég sjá vegabréfið þitt Gunnlaugur?

 11. 28. júní 2009 at 0:38

  Kæri Kalli
  Guðlaugur heiti ég og mér finnst ekkert af þessu vera sjálfsagt. Þetta mál er grátbölvað og engir góðir kostir í boði. Ríkið er búið að gangast við því að okkur beri að standa að baki vissu lágmarki af innistæðunum. Icesave samningurinn sem nú liggur fyrir er niðurstaða þess á hvaða kjörum við greiðum þessa skuld til baka. (þar sem við áttum ekki fyrir henni því Landsbankinn fór allt of geyst í öflun innlána)

  Við getum ekkert gert til þess að bjarga Evrópu (það væri brjálæði að halda því fram að litla Ísland gæti gert það). Evrópa bjargar sér sjálf. Hún bjargaði sér sjálf með því að neita að viðurkenna réttaróvissu um innistæðutryggingarnar.

  Icesave málið er milliríkjadeila sem er fyrir löngu komin út í rugl. Þar eigum við góða sök. t.d. að samþykkja gerðardóm og hætta svo bara við. Við breytum ekki gjörðum mishæfra stjórnmálamanna undanfarna mánuði í þessu máli. Við verðum yfirvegað að sjá hversu knöpp okkar staða er og vinna úr henni á raunhæfan hátt. Hversu órökrétt sem það kann að vera frá okkar sjónarhorni – en kannski rökrétt frá sjónarhorni allra okkar „vinaþjóða“.

  Þú mátt fá vegabréfið mitt Kalli, ef Icesave samningurinn verður felldur. Ég held að ég hafi ekkert með það að gera þá. Ætli mér væri þá ekki hollast að finna mér jörð einhverstaðar og hefja sjálfsþurftarbúskap.

 12. Kalli
  28. júní 2009 at 1:02

  Það er hægt að rífast endalaust um hver sagði hvað og hvernig á að túlka einstakar reglugerðir. Lögfróðustumenn landsins eru ekki sammála og það þýðir lítið fyrir aðra að deila um það líka.

  Aðalatriðið er þetta:

  Grundvallarregla í allri samningsgerð er að ekki má gera samning sem annar aðilinn getur ekki staðið við.

  Leggðu saman það sem þjóðin þarf að borga í vexti í lok þessa árs við það Icesave bætir við og horfðu síðan á vöruskiptajöfnuð landsins. Þetta gengur einfaldlega ekki upp, svo einfalt er það.

  Vertu síðan ekki að hræða með tali um einangrun og sjálfsþurftarbúskap. Argentína afskrifaði allar erlendar skuldir sínar (eitthvað sem Ísland er ekki einu sinni að íhuga) og er fullgildur meðlimur í samfélagi þjóðanna.

  Alþingi að á samþykkja Icesave ábyrgðina en með þaki á árlegar greiðslur. Ef Bretar sætta sig ekki við það þá þarf einfaldlega að semja upp á nýtt.

 13. 28. júní 2009 at 1:15

  Það er rétt að við þurfum ekki á að halda fleiri sjálfskipuðum sérfræðingum í lagatúlkunum eða útreikningi á greiðslugetu.

  Ég ætla því ekki að deila um lagaefni við þig eða greiðslugetu Íslands. Það nægir mér að íslensk stjórnvöld og AGS hafi reiknað út að við getum greitt þetta. Það nægir mér að allar þjóðir Evrópu séu sammála um lagalegu túlkunina. (veit ekki með fullyrðingu þína með Frakka – þeir sýndu þá „vilja“ sinn ekki í verki þegar þeir stóðu með öðrum Evrópuþjóðum þegar þjarmað var að Árna Matt.) (ég hef ekki heyrt þetta áður með Frakkana, geturu vísað mér á hvar ég get lesið eitthvað um það?)

  Ég get fallist á það að gott væri að sjá þak á árlegar greiðslur miðað við þjóðarframleiðslu. En ég held að við getum treyst AGS, Hollendingum og Bretum fyrir því að ekki sé verið að brjóta grundvallarreglu í samningsgerð. Ljóst má vera að þessi samningur væri ekki á borðinu ef vafi léki á því hvort við gætum greitt skv. samningnum.

  Ég er ekki sérfræðingur í að reikna út okkar greiðslugetu – og efa ég að þú sért það, Kalli. Þetta er ekki svo einfalt.

 14. Kalli
  28. júní 2009 at 1:33

  Staðhæfing Frakka um að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að Tryggingasjóður ábyrgist kerfishrun: http://www.banque-france.fr/gb/supervi/telechar/2000_deposit.pdf (bls 179)

  Þú vilt treysta IMF, Hollendingum og Bretum um reikna hámarks greiðslugetu okkar án þess að brotna. Afhverju þurftir þú þá að sjá Icesave samninginn?

  Treystirðu þeim ekki?

 15. 28. júní 2009 at 1:48

  Það sem má lesa úr hinum og þessum plöggum er fyrir lögfróða menn að túlka. Þarna er ekkert sértækt um Icesave málið. Ef þú túlkar hug Frakka gagnvart Icesave útfrá þessu plaggi þá tek ég lítið mark á þeim túlkunum.

  Ég þurfti ekki endilega að sjá samninginn. Nægjanlegt hefði verið fyrir mig að fá kynningu á honum. Stjórnvöld gjörsamlega klúðruðu atburðarásinni. Svona stóran og mikilvægan samning átti að kynna fyrir þjóðinni í beinni útsendingu sem tæki kvöldstund. Síðan hefðu þeir sem vildu getað fengið aðgang að honum.

  Ég hef ekki enn fengið ástæðu til þess að vantreysta því fólki sem kom að þessari samningsgerð. En lítið traust hefði ég haft á þessum samningi ef honum hefði verið haldið leyndum fyrir alþingismönnum.

 16. Sigurður
  28. júní 2009 at 2:14

  Þetta eru ágætir punktar hjá þér en rétt er að tvennt komi fram. Í nóvember kom fram tillaga frá ESB um svokallað 7 ára grace, þ.e. að Íslendingar þyrftu ekki að borga neitt fyrstu sjö ár samningstímans. Þetta hefur því legið fyrir lengi og mátti búast við að yrði í samningnum. Í öðru lagi verður að líta til þess að viðmiðunarvextirnir (og vextir almennt í heiminum) hafa lækkað frá því í október sem útskýrir lægri vexti í samningnum. Það er því ekki hægt að segja að vextir hafi verið lækkaðir til að taka tillit til efnahagsstöðu Íslands. Raunar verður ekki séð að tekið hafi verið tillit til efnahagsstöðu Íslands að neinu leyti. Þó það sé endurskoðunarákvæði í samningnum er það ekki bindandi fyrir Breta og Hollendinga. Þeir verða ekki að koma til móts við okkur (þetta sést glöggt ef samningurinn er lesinn) en hafa skuldbundið sig til að setjast niður og hlusta á okkar sjónarmið. Ekkert umfram það.

 17. Ói Gúmm
  28. júní 2009 at 11:05

  Í dag er rætt um að það hefði átt að duga okkur yfirlýsing að viuð ábyrgðumst allt og þá hefðum við fengið hastæðann samning.
  Það sem allir voru hræddir um var „run“ á bankakerfi Evrópu í heild ef að við hefðum reynt dómstóla.

 18. Þór
  28. júní 2009 at 11:24

  Það er undarlegt með ykkur sem verjið þennan samnig út í rauðan dauðann að þið nefnið aldrei einu orði hvernig við eigum að geta staðið við þennan samning, þ.e. hvernig við eigum að geta greitt alla þessa peninga með alvöru peningum!
  Þið vefjið ykkur inn í lagaflækjur og milliríkjasiðfræði – en hvað svo????

 19. 28. júní 2009 at 11:32

  Sendu mér heimilisfangið þitt, ég ætla að senda þér fyrsta flokks AAA vaselín. Það er galið að mæla þessum samningi bót, Bretar verða að viðurkenna sök í málinu. Þeir gerðu ekkert til að bjarga íslensku bönkunum og settu á hryðjuverkalög sem rýrðu eignir Landsbankans gríðarlega. Þeir gerðu sitt besta þessir snillingar til að hámarka tjónið. Jón Jónsson í Evrópu fær lægri vexti á íbúðaláni en Íslandi er boðið. Segir það þér ekki eitthvað?

 20. Kalli
  28. júní 2009 at 19:00

  Það er alveg með ólíkindum hvað Samfylkingarfólk leggur mikla áherslu á að breyta ekki þessum samning heldur samþykkja hann strax og klyfja börnin okkar með þessu.

  Er það vonin um að þið verðið öll komin til Brussel eftir 7 ár svo við hin þurfum að borga?

  • 3. desember 2016 at 11:47

   Thanky Thanky for all this good inrmnoatiof!

  • 8. desember 2016 at 17:28

   Khmer Karaoke Celebrities We was suggested this web site by my own cousin. I am uncertain whether this particular post is published by him as no person else know such in depth about my personal trouble. You’re awesome! Thanks! your article about Khmer Karaoke Celebrities Best regards Veronica Lisa

   • 2. janúar 2017 at 18:20

    Thanks a lot for providing individuals with remarkably superb possiblity to read articles and blog posts from this web site. It is often very brilliant and as well , full of amusement for me and my office fellow workers to visit your blog on the least thrice in one week to see the latest stuff you have got. And of course, I’m so certainly satisfied considering the unebilevable creative ideas you give. Some 1 facts in this article are in fact the very best we’ve had.

  • 25. desember 2016 at 9:27

   I observed your blog using google and I must say, this is most likely one of the greatest nicely ready articles I have come across in a long time. I’ve bookmarked your site for more posts.

  • 22. janúar 2017 at 20:23

   I can’t say that I completely agree, but then once more I’ve never truly thought of it quite like that before. Thanks for giving me something to think about when I’m supposed to have an empty mind even though trying to fall asleep tonight lol..

  • 28. febrúar 2017 at 23:07

   HOW DARE YOU!ARE … HOW DARE YOU!ARE YOU AN ILLUMINATI OPERATIVE? SKULL AND BONES? X97?WHOEVER YOU ARE, WE WILL NOT BE SILENCED!NO MORE HIDING! NO MORE COVER-UPS! THE TRUTH WILL BE HEARD! Was this answer helpful?

  • 23. apríl 2017 at 18:37

   Ton shift de nuit a été long! Tu te prépares pour ce soir… 😉 Mon chum fait dire qu'il va veiller avec toi! Lol! Il arrive de travailler et n'a pas encore dormit…À ce soir… 😉

  • 8. júní 2017 at 8:28

   Have you ever thought about publishing an e-book or guest authoring on other blogs? I have a blog based upon on the same topics you discuss and would love to have you share some stories/information. I know my audience would value your work. If you are even remotely interested, feel free to shoot me an e mail.

 21. 29. júní 2009 at 18:41

  Sumir af þessum punktum eru mjög góðir og ég tek undir með þér að það er alveg ólýðandi að búa við svona rusl fjölmiðla sem geta ekki séð sér fært að kynna landsmönnum almennilega í ýtarlegri samantekt svo mikilvægt mál sem þetta er. En þó tel ég rétt að skoða betur hjá þér vissa punkta sem þú nefnir.

  „Við erum ekki í neinni stöðu til að fara fram á syndaaflausn. Við höfum ekki lengur mikilvæga stöðu í Atlantshafinu sem við getum nýtt okkur. Kalda stríðið er búið. Við erum vinalaus þjóð í sinni hörðustu milliríkjadeilu. Í vinsemd sinni hafa Norðmenn reynst okkar verstu óvinir.“

  að miklu leiti rétt. en þess ber að geta að til að mynda argentínumenn hafa ekki átt neina vestræna vini og haf samt sem áður komist upp með að neita borga skuldir sýnar ekki bara einu sinni þar sem þeir einangruðust eingöngu í tvö ár heldur tvisvar á síðasta áratug. Norðmenn hafa opinberlega lýst því yfir að Icesave deila væri engan vegin í vegi fyrir þeirra láni til íslendinga og því er ekki réttlátt að halda því fram að þeir hafa meira að segja snúist gegn okkur í þessu máli þar sem þeir verða að teljast hlutlausir. Meira að segja landstjóri Íslands: yfirmaður AGS hér á landi sagði í viðtali að sögusagnir um að ags myndi ekki lána okkur meira eða fara í burtu ef ekki leysist úr icesave deilunni væri hreinn og klár þvættingur. Hins vegar sagði Brown það í fyrirspurnartíma í breska þinginu að hann hefði notað ags til þess að fá fram betri samninga. Ef það er rétt þá er það að sjálfsögðu lögbrot.

  „# Í þjóðarétti er ekki hægt að dæma í málum nema báðar þjóðir samþykki að fara fyrir dóminn.
  # Enginn dómstóll getur tekið fyrir þetta mál. Ríkin eiga ekki aðild að sameiginlegum dómstól. (hefðum við verið í ESB hefði Evrópudómstóllinn verið mögulegur)“

  allt saman að mestu leiti rétt

  „# Stjórnvöld reyndu allt til þess að fara dómstólaleiðina. Bretar og Hollendingar neituðu að fara fyrir dóm. (líkt og við neituðum að fara fyrir dóm í þorskastríðinu)“

  það er full stórt að taka það upp í sig að Íslendingar hafi reynt allt til að fara dómsstólaleiðina. Ef lögin eins og Magnús Thorodssen hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forseti hættarétts, Björg Thorarensen forseti Lagadeildar HÍ og Atli Gíslason Hæstaréttarlögmaður, Stefán Már Stefánsson prófessor við HÍ og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari o.flr hafa allir sagt eru með okkur og bretar vildu ekki fara í dóm sökum lagalegrar óvissu hefðu íslndingar einfaldlega geta sem last resort greitt út tryggingasjóðin til breta og hollendinga og þvingað þá til að finna dómstól fyrir þessi mál sem við svo gætum samþykkt. Ég get allavega ekki skilið ef ég skrifa undir sem ábyrgða maður af skuldabréfi sem fellur svo á mig að ég þurfi að leita dómstóla til að dæma mig til að greiða eða sitja inni. það hlýtur að vera bankans eða í þessu tilfelli Breta og hollendinga að lögsækja okkur en ekki öfugt. Við, þó ég viti ekki nákvæmlega líkt og þú geri ég ráð fyrir hvernig reynt var að semja þá hefði að auki vel mátt reyna að semja um einhverskonar ramma þar sem íslendingar myndu skuldbinda sig til að greiða, hvernig sem dómurinn færi ákveðið lágmark.

  „Evrópuríkin geta ekki sett innistöðutryggingar í réttaróvissu með því að samþykkja að mögulega sé hægt að hnekkja þeim fyrir dómi. Fjármálakerfi Evrópu færi á hliðina.“

  alveg hárrétt þessvegna er það óþolandi að ekki fengust betri samningar, þar sem óvissan ein ætti að gera okkur kleift að þvinga fram betri samninga en raun ber vitni.

  „Samningskjörin eru ekki slæm. 15 ára lánstími – vilja menn lengra? 7 ár án greiðslu – bjuggust menn við samningi með engum greiðslum? Vaxtakjörin eru alls ekki slæm – hvað vilja menn eiginlega að fara fram á lága vexti í svo langan tíma? “

  þetta er ekki alveg rétt hjá þér miðað við að íslendingar koma aldrei til með að geta greitt samninginn á þessum kjörum ofan á alla aðra lánasamninga er ríkið er að steypa okkur í. Að mörgu leiti var fyrra minnisblað betra þar sem það var eingöngu með 6,5% vöxtum og byrjað var að greiða strax. Því þegar menn fresta greiðslum í sjö ár kemur það til með að safna óþolandi vöxtum upp á meira en 300 milljarða til viðbótar. þrátt fyrir blóðugan niðurskurð þetta árið kemur ríkissjóður samt sem áður til með að skila -153.142 milljörðum króna í halla. Vegna framúrkeyrslu ríkisstofnanna og embætta ríkisins upp á 20 milljarða kr þurfti ríkisstjórnin að fylla í 20 milljarða gat sem núverandi frumvarpi um skatta hækkanir og niðurskurð er ætlað að gera. þá standa ennþá eftir þessir 153.142 milljarðar króna sem ríkið á eftir að þurfa að brúa. Á Bloggsíðu Fannars frá Rifi koma fram útreikningar sem sýna að ríkisstjórnin komi til með að þurfa að skera niður amk 32,5% flatan niðurskurð til þess að mæta þessu 153.142 milljarða halla. Þá er eftir að reikna inn vaxtagreiðslur og afborganir af icesave samningunum sem miðað við bestu forsendur sem ríkistjórninni reiknast til; það er að upp í hann fáist 95% af eignum Landsbankans segir Fannar frá Rifi að við meigum búast við því að þurfa eftir sjö ár að greiða miðað við gengið í dag 23.9 Milljarða á ári. Ef hins vegar ekki fáist nema 75% til 50% getum við reiknað með að greiða 47 til 76 milljarða króna á ári. En rétt er að geta að samkvæmt sjötta ákvæði samningsins eiga allir kröfuhafar landsbankans þar ytra jafnan rétt á eigna safninu sem þýðir að lánadrottnarar, bresk bæjarfélög og aðrir kröfuhafar geta fengið af safninu hlutfalslega jafn mikið og íslenska ríkið. Ofan á þessar skuldir bætast svo við afborganir og vextir af lánunum frá Rússum og norðurlöndunum upp á tæpa 4000 milljón dollara sem samið var um að kæmi til við að bætast við hið mjög svo umdeilda 2000 milljón dollara ags-lán. Miðað við þessar forsendur verður það að teljast nokkuð ljóst að hvernig sem spilast úr kreppunni á næstu sjö árum verður það afar hæpið að íslendingar geti yfir höfuð borgað þessar skuldbindingar nema með ólýðandi skatthækunum og niðurskurði.

  „Það eru engar eignir ríkisins að veði.“

  Það má vera að þú skiljir það svo en ef samningurinn er lesin kemur skýrt fram að allar eignir ríkisins eru að veði þar sem í samningnum er hvergi skilgreint hvaða takmörkun orðið eign hefur. þetta hefur fjöldi íslenskir og erlendir lögfræðingar staðfest. Eins og þú tekur raunar fram hér: „Samningurinn er hefðbundinn alþjóðlegur lánasamningur með hefðbundnum ákvæðum. Við fáum ekki lánaða peninga nema lánveitandinn hafi tryggingu fyrir því að við munum greiða“

  „Við náðum fram betri greiðslukjörum en voru í boði í upphafi vegna þess að það var tekið tillit til aðstæðna hér á landi. Greiðslukjörin eru mun betri nú en var á þeim samningi sem lá á borðinu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.“

  Sigurður segir hér í svari sínu: „Í nóvember kom fram tillaga frá ESB um svokallað 7 ára grace, þ.e. að Íslendingar þyrftu ekki að borga neitt fyrstu sjö ár samningstímans. Þetta hefur því legið fyrir lengi og mátti búast við að yrði í samningnum. Í öðru lagi verður að líta til þess að viðmiðunarvextirnir (og vextir almennt í heiminum) hafa lækkað frá því í október sem útskýrir lægri vexti í samningnum. Það er því ekki hægt að segja að vextir hafi verið lækkaðir til að taka tillit til efnahagsstöðu Íslands. Raunar verður ekki séð að tekið hafi verið tillit til efnahagsstöðu Íslands að neinu leyti. Þó það sé endurskoðunarákvæði í samningnum er það ekki bindandi fyrir Breta og Hollendinga. Þeir verða ekki að koma til móts við okkur (þetta sést glöggt ef samningurinn er lesinn) en hafa skuldbundið sig til að setjast niður og hlusta á okkar sjónarmið. Ekkert umfram það.“

  „Það er rétt að þeir sem berja höfðinu endalaust við stein um dómstólaleiðina – sem er ekki fær – greini heiðarlega frá því hvað mundi gerast ef við töpuðum málinu.“

  Í versta falli neyðumst við til þess að greiða innistæðu trygginguna sem er í kringum 24.000 evrur (að mig minnir) sem við erum með þessum samningum hvort eð er að gera að fullu. Ags gæti þrátt fyrir ummæli þeirra farið héðan með sýna peninga og komið í veg fyrir frekari lán til íslendinga frá öðrum þjóðum næstu tvö árin. gæti haft mjög slæmar afleiðingar hér til skemmri tíma en eins og marg oft hefur verið bent á var ein skjótasti efnahagslegi bati nokkur staðar í Argentínu sem neitaði að greiða sínar skuldir og reyndin varð sú að hún lokaðist eingöngu frá alþjóða lánamörkuðum í tvö ár.

  sem er þó skárri kostur þegar tekið er inn í reikninginn að íslendingar eiga að öllum líkindum ekki eftir að geta staðið undir þessum samningi án þess að leggja á byrgðar almennings ólýðandi skatta og verulegan niðurskurð í almennri þjónustu eins og heilsugæslu og menntakerfi landsmanna verður það að segjast eins og er þegar í ofanálag er litið til þess að skuldbindingar þessar eru ekki að nokkru leiti sök megin þorra almennings.

  Verði þessi samningur samþykktur mun það leiða af sér án þess að fara náið út í landflótta, Ósýnilega efnahagslega hlekki ánauðar almennings í landinu.

  Sem dæmi; hafa slíkir hlekkir sligað menn, konur og börn þriðjaheimsins nú áratugum saman vegna þess að þáverandi stjórnvöld voru tilbúinn að gefa frá sér þegna sína fyrir eigin frama, þrýsting, auðæfi eða skammsína heimsku. Á meðan vesalings fólkið þrælar sér út til að brauðfæða sína fjölskyldu. Þar er félagslegur hreyfanleiki nær horfin og misskipting auðs alger. Þar hefur ags gjörsamlega rústað innviðum samfélagsins. Hér mun þeim sorglega veruleika bera við að venjulegur borgari fær líklega aldrei á sinni æfi efnahagslegt sjálfstæði eins og tíðkast í þróunarlöndunum og er því í raun ekki sjálfstæður heldur í víðasta skilningi verr settur en fólk í verstu ríkjum þróunnarland vegna svo strangra gjaldþrotalaga og hárra skulda almennings eign lánadrottins síns.

  Ég ætti að þekkja það þar sem ég hef bæði starfað sem sjálfboðaliði og ferðast um austur og sunnan verða afríku. mæli með að þú horfir til að mynda á mynd robbert becfords er kallast the great african scandal og má meðal annars finna hér: http://www.sprword.com/videos/greatafrican einnig þetta viðtal er ég ætla að byrta á bloggsíðu minni við Michael Hudson http://www.youtube.com/watch?v=iLYhMonxNDI&feature=fvw og til þess að vera viss um að þú komist í samband við raunveruleikann mæli ég einnig með þætti Max Keiser og Stacy: http://www.youtube.com/watch?v=7_X7nPNHMTo

 22. 30. júní 2009 at 15:44

  Enn einn bættur í hópinn sem mælir með að við skrifum upp á samninginn án þess að færa nein rök fyrir því að við getum staðið við hann. Þetta er soldið eins og að segja að úr því bankinn láni manni fé hljóti maður að geta greitt þau. Slík ofurtrú á hversum miklum skuldum fyrirtæki, ríki og einstaklingar geta staðið undir er ekki síst orsakavaldur í þeirri kreppu sem við stöndum frammi fyrir og við ættum að hafa lært bara smá af hruninu.

 23. 3. desember 2016 at 9:55

  Your information is redeem arsutrbstanrial amountrrrof guests. Make a plan market it? This task offers a fantastic interesting turn from information. I reckon that experiencing things actual in addition to essential provide you with facts about is the main factor.

  • 2. janúar 2017 at 18:44

   Bruce, Herb Adams’ “Gray Ghost” was actually a Tempest. It lives on as a vintage racer car. Clay, with any luck ,, see you and Stephen at Waterford later this month. Good story. I’ve some thing equivalent I’m engage in with an olde racer and his olde race car, but it is trtsa-Anlantic and involves a overseas language!

  • 23. apríl 2017 at 18:59

   Genial post!De todas formas, nunca usaría un hosting como wordpress, hay alternativas mucho mejores.A los catalanes que se van por los cerros de Úbeda, dejad de creeros el centro del universo y preocupaos por lo que realmente trata el post.

 24. 15. desember 2016 at 2:59

  sono stata assunta come apprendista il Maggio 2010 e dovrò essere licenziata il Novembre 2012 (nonostante ho un contratto con scadenza Dicembre 2012). volevo semplicemente sapere se riuscivo a prendere disoccupazione??? se è si che devo fare??

  • 2. janúar 2017 at 18:44

   Im working on a class project and I wondering which SQL database variation would be the best to use. If there are any vaitnrioas I missed I would be open to that too. All we would be storing small values like an integer for scores on each page and other simple things like that. October 15, 2012 Matt

  • 12. febrúar 2017 at 18:02

   took on their journey to build healthy workplace cultures.  These buyers already realized what Harvard University had empirically proven in an eleven year study; organizations with healthy cultures out

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *