Lifðu kátur líka þá, en lifðu mátulega

Í kvöldfréttum RÚV var frétt frá Akureyri um átakið Brosað með hartanu.

Í lok fréttarinnar er lesin upp staka sem er mér að góðu kunn. Höfundur er sagður óþekktur en það er nú ekki svo. Höfundur þessarar frábæru stöku er Jörundur Gestsson (1900-1989, frá Hellu í Steingrímsfirði og langafi minn).

Stakan:

Þó að bjáti eitthvað á,
ei skal gráta af trega.
Lifðu kátur líka þá,
en lifðu mátulega.

Það er greinilega búið að mála stökuna á vegg og setja hana á rúðu. Verst að stakan er rangt skrifuð. Það er ekki „ei skal gráta og trega“  heldur „ei skal gráta af trega“.

Stakan kom út í Ljóðabók Jörundar, Fjaðrafok, frá árinu 1955.
Það er með auðveldum hætti hægt að fletta upp á google hluta úr stökunni og finna þar tvær minningargreinar um Jörund þar sem þessi staka kemur fram.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=38187 (1989)
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=540550 (2000)

Einnig var seinni hluti hennar ritaður með stórum stöfum yfir heila opnu í Morgunblaðinu árið 1975 þar sem Árni Johnsen tók viðtal við Jörund.

Aðstandendur verkefnisins hafa greinilega ekki reynt mikið til að finna út hver höfundur stökunnar var.

Það þykir mér leitt. Raunar finnst mér að það ætti að leiðrétta þessar villur í snarhasti.

  1 comment for “Lifðu kátur líka þá, en lifðu mátulega

  1. Andri bró
    6. nóvember 2008 at 21:54

    Mikið Djöfulll áttum við Svalan langafa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *