3G – Bylting

Síminn er að fara af stað með 3G farsímaþjónustu. 3G er stórkostleg bylting. Með 14,4Mb/s hraða eru möguleikarnir óendanlegir. Reyndar er varla hægt að ímynda sér að fólk hafi við svo mikinn hraða að gera. Það er frábært framtak hjá Símanum að gefa heyrnalausu fólki 3G síma, sem getur nú talað á táknmáli í gegnum myndsíma.

Nú er netið orðið bókstaflega allstaðar – í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Netið er nú komið í beina samkeppni við Guð.

Einni spurningu er þó ósvarað. Hvað kostar þetta allt saman? Hversu mikið mun Síminn (og svo Vodafone síðar) mjólka viðskiptavini sína fyrir þessa miklu og góðu þjónustu? Þetta verður örugglega ekki ókeypis.

  2 comments for “3G – Bylting

 1. 6. september 2007 at 23:14

  Er ekki hægt að fá svör við því hvað þetta mun kosta á siminn.is? Held það.

 2. 7. september 2007 at 0:11

  Takk fyrir ábendinguna. Verðið er komið núna 🙂
  En ekki þegar ég skrifaði færsluna.

  Ég leit á þetta í fljótu bragði. Á erfitt með að dæma um verðið – spurning hversu mikið gagnamagn fer í „hefðbundna“ notkun – en ég hafði jafnvel búist við hærra verði.

  Kom mér þó á óvart að einungis tvö símtæki geta nýtt sér sjónvarpsútsendingarnar. Er virkilega enginn Nokia sími sem hefur það sem til þarf?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *