For a Minor Reflection – kl átta í Iðnó

Hljóp 10km í morgun á rétt innan við 50 mínútum. Það er ágætt. Er búinn að rölta um bæinn þveran og endilangan í allan dag. Séð margt skemmtilegt og áhugavert. Var þó aðallega úti að njóta veðursins – það er varla hægt að trúa því að það sé 18. ágúst!.

Ég hitti á tónleikana hjá For a Minor Reflection í bakgarði við Skólavörðustíg. Ég var alveg jafn hrifinn og þegar ég sá þá fyrst. Þeir spila aftur í kvöld klukkan átta í Iðnó. Ég mæli sterklega með þeim viðburði. Tónlistin minnir á Sigurrós, en mér þykir vera ögn meiri gleði í tónlistinni hjá For a Minor Reflection.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *