Dúndurgóðir tónleikar – með undantekningum

Kaupþing hélt svo sannarlega frábæra tónleikaveislu fyrir okkur í kvöld. Horfði ég á þetta á RÚV og hafði mjög gaman af. Ótrúlegt að sjá þennan mannfjölda, sem var sagður vera yfir 40 þúsund.

Tvö atriði áttu þó ekki heima þarna. Nylon-tríóið var tómt gaul og sannaði í eitt skipti fyrir öll að þessar dömur geta ekki sungið. Stuðmenn voru með heldur súrt show og Björgvin Halldórsson hlýtur að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í þessu. Fólk hélt ekki út tónleikana því margir gáfust upp á Stuðmönnum, það voru ansi fáir eftir þegar tónleikunum lauk.

Eftir þetta sjónvarpsgláp skrapp ég í 30 ára afmælið hans Einars. Hann getur verið ánægður með þetta boð því það var í topp-klassa. Takk fyrir mig.

Nú er best að halla sér til að ná úr sér áfenginu fyrir 10km hlaupið í fyrramálið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *