Eru að koma jól?

Það mætti halda að jólin væru á næsta leiti. Þvílíkt auglýsingabæklingaflóð beið mín þegar ég náði í blöðin í morgun. Það er greinilegt að upphaf skólanna er orðið að miklu neysluæði.

Skemmtileg er myndin á bls 4 í Morgunblaðinu í dag. Hún sýnir mynd af nemum að flytja inn á Keilissvæðinu. Nemarnir halda ekki á farmi af hrísgrjónapokum, heldur myndarlegum kassa utan um nýjan flatskjá.

Við höfum það gott, en krónan er farin að lýjast heldur og hefur fallið um fjölmörg prósent á skömmum tíma. Væntanlega mun það hafa áhrif á neysluna hjá þeim sem hafa tekið lán í erlendri mynt á undanförnum mánuðum, á meðan krónan var mjög sterk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *