Vodafone ljósið fer versnandi

Fyrir nokkru ritaði ég hér um internetþjónustu Vodafone yfir ljósleiðara. Niðurstaðan var einföld, Vodafone var langt frá því að vera samkeppnishæft ef miðað var við þjónustu Hive. Verðin hjá Vodafone voru hærri og þjónustan lakari.

Nú hefur Vodafone aðeins lagfært verðin fyrir þá sem eru í Og1 (væri ekki rétt að breyta nafninu á Og1 … fyrirtækið heitir ekki lengur Og) . 12 Mb/s tengingin er nú á verði sem jafnvel væri hægt að sætta sig við, eða 5.000 kr., en 10 Mb/s tengingin hjá Hive er á 4.000 kr. Hraðari tengingarnar sem voru á fáránlega háu verði hafa nú verið lækkaðar um 2.000 kr. og nálgast þá Hive en sendingarhraðinn hjá Vodafone er enn mun minni.

Það sem vekur athygli er að Vodafone hefur minnkað sendingarhraða 12 Mb/s tengingarinnar úr 10 Mb/s í 2 Mb/s. Það er hreint ótrúleg þróun. Vodafone veit ekkert í hvorn fótinn það er að stíga. Fyrir nokkru var sendingarhraðinn 2 Mb/s en var svo breytt í 10 Mb/s og nú breytir Vodafone því aftur til baka.

Þrátt fyrir verulega lækkun á verðum nær Vodafone ekki enn í land og hafa tekið skref aftur á bak í þjónustu sinni með því að takmarka enn frekar sendingarhraða – sem er þvert á auglýsingar Gagnaveitu Reykjavíkur og er ótrúleg haftastefna því ljósleiðarinn hefur tæknilega ekki þessa takmörkun.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *