Þjóðhátíðarlagið 2007 spilað hratt

Þjóðhátíðarlagið 2007 var spilaði í Íslandi í dag.  Mín fyrstu viðbrögð voru bara nokkuð góð.  Alveg ágætislag með fínu tempó-i.   Svo fattaði ég allt í einu að ég var að hlusta á það í hraðri spilun.  Ég var nefnilega að horfa á þáttinn í gegnum visir.is og þegar ég geri það þá spila ég það yfirleitt hratt, til að spara tíma.  Spilaði ég svo lagið aftur á eðlilegum hraða og heldur þykir mér það lakara þannig, eiginlega bara hundleiðinlegt.

Fyrir þá sem ekki eru mjög hressir með nýja Þjóðhátíðarlagið þá mæli ég með þessari vísun og stillið Play Speed á High.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *