Norður á strandir

Þá er ferðinni heitið norður á strandir um helgina. Hella við Selströnd í Steingrímsfirði er áfangastaðurinn, eins og svo oft áður. Verður þar fámennt en góðmennt. Eflaust verður eitthvað áfengi haft við hönd.

Jörundur heitinn Gestsson, bóndi á Hellu orti fallega:

Það hefur verið villa mín
að vera slíkur gikkur
að þykja brugg og brennivín
betra en annar drykkur.

p.s. færsla þessi var tekin út fljótlega eftir að hún var birt. Mundi allt í einu eftir einni af mínum fáu blogg-reglum. Aldrei auglýsa hvenær ég er ekki heima!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *