Boot Camp – 7. vikan

Þá er 7. vikan að hefjast í Boot Camp. Það var gerð önnur mæling í dag. Ágætis árangur miðað við slappa mætingu undanfarið. Fituprósentan lækkaði um tæp 2 prósentustig og varla hægt að segja að þyngdin hafi breyst. Bætti ég hlaupatímann um tæpa mínútu (ca. 3 km lengd). Er ennþá algjör aumingi í armbeygjum og öðrum æfingum (bætti mig þó stórlega í sit-ups). Annars finnst mér mun betra að vera í útitímunum og sérstaklega fínt að hætta þessu rugli á morgnana. Nú er bara að reyna að taka næstu 6 vikur með trompi.

Annars er það að frétta að ég útskrifaðist úr kennsluréttindanáminu frá KHÍ á laugardag og hélt tvö boð, kaffiboð síðdegis og gott partý um kvöldið. Þar voru komu saman óvenju margir frændur og jafnvel frænkur. Ekki oft sem fólkið nær að hittast því margir eru með annan fótinn í öðru landi. 17. júní var stuttur og góður. Fór á fætur til að komast á landsleikinn. Magnaður leikur, frábær stemning og sviti á pöllunum. Serbar voru lagðir og við á leið á 10. stórmótið í röð! Það er sko án efa heimsmet, miðað við höfðatölu. Svo var farið í háttinn upp úr miðnætti.

Annars rakst ég á the making of Mat and Pat á YouTube. Tékknesku klaufabárðarnir eru algjörir snillingar. Þessi þáttur er nokkuð góður.

  2 comments for “Boot Camp – 7. vikan

  1. 19. júní 2007 at 17:20

    Algjör klassi að bæta sig – alveg eðlilegt að þyngdin haldist þar sem þú ert mjög líklega að styrkjast slatta og bæta við þig vöðvum en missa fitu. Svo virðist líka sem hlutirnir séu stundum lengi að rúlla í gang, ef þú mætir vel næstu sex vikur ætti árangurinn jafnvel að vera enn betri.

  2. 19. júní 2007 at 18:26

    Þökk fyrir peppið! Ég er mjög sáttur með þetta, þó annað mætti lesa úr textanum. Er einmitt nokkuð sáttur með að þyngdin sé að halda sér, hefði þó alveg verið til í að sjá hana aukast. Ég er í þessu til að styrkja mig og hefði því viljað sjá betri árangur í æfingunum, en ég er viss um að næstu vikur verði mjög svo styrkjandi … ef ég drullast til að mæta vel. Svo styttist í Fimmvörðuhálsinn!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *