Boot Camp VIII – Navy Seals

BC tíminn í morgun var mjög skemmtilegur, þó svo að ég sé enn langt frá því að vera ánægður með eigin árangur. Komu gestir frá Bandaríkjunum, fyrrum sérsveitarmenn úr Navy Seals. Það var því tekið á því í alvöru herþjálfun. Voru Bandaríkjamennirnir m.a.s. útbúnir gjallarhorni.

Ég er enn aumingi, en vonast til að komast yfir mestu strengina sem allra fyrst til að geta tekið almennilega á því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *