Boot Camp V – miklir strengir

Ég komst nokkuð vel í gegnum tímann í gærmorgun. Ýmsar æfingar sem reyndu aðallega á lærin, allavega er ég ónýtur í þeim núna. Gerðum ýmsar æfingar með 20kg skífu. Ég hefði þurft að vanda mig aðeins betur því ég er með óþægindi í baki. Ég er búinn að ganga eins og spýtukall síðan kl. 4 í nótt, er ég fór heim af djamminu. (fór út að borða með vinnufélögunum í gærkvöldi og var svo farið heim til mín og svo í bæinn. magnað fjör). Mig grunar að BC tíminn í fyrramálið gæti orðið erfiður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *