Er Geir H. Haarde í guðatölu?

Geir H. Haarde sem boðar að siglt verði áfram á sömu braut okurvaxta og þenslu, sömu braut úreltar efnahagsstefnu með endalausum innspýtingum stórframkvæmda inn í hagkerfið sem kaffærir öll önnur atvinnutækifæri, sömu braut einkavæðingar á einokunarmarkaði og sömu braut hækkunar á húsnæðismarkaði sem gerir ungu fólki ókleift að fjárfesta í eigin húsnæði er dýrkaður mjög og nánast settur í guðatölu. Það er mér óskiljanlegt.

Annars var ég að henda um þetta færslu inn á Moggabloggið, þar sem ég hef verið að dunda mér síðustu daga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *