Áramótaskaup 2004 um ríkisstjórnina

Rifum upp hvaða dóm ríkisstjórnin fékk í Áramótaskaupi Sjónvarpsins árið 2004. Þjóðminjasafnið er sögusviðið.

– Ekkert gengur með Þjóðminjasafnið. Framkvæmdir á eftir áætlun og fer langt framúr kostnaðaráætlunum. Þorgerður er ekki með skotthúfu.
– Bókhald Símans. 300 milljónum stungið undan.
– Hannes Hólmsteinn að ljósrita. Getur ekki heimilda.
– Bláa höndin er í sýningarskáp
Fjölmiðlalögin!
– Olíusamráðið enn í fullu fjöri. Málið að fyrnast? Samkeppnismál hafa ekki gengið vel hjá þessari ríkisstjórn.
– GayPride gangan. Ómar í dragi. Verjum kringilsárrana og kárahnjúka.
Siv svipt ráðherrastóli. Guðni og Dóri, kallpungar. Þá komast þeir á rjúpnaveiðar.
Tökum kvenfólkið úr umferð, Framsóknarflokkurinn.
– Jónsi í Eurovision með Heaven. Davíð og leiftursnöggu bláu höndina.
– Hitabylgja. Má ekki skrúfa fyrir ofna. Svo Orkuveitan hækki ekki verðið á heita vatninu. Skotið á Línu.net.
– Þórólfur hættir sem borgarstjóri og Steinunn Valdís tekur við.
– Safnið að Gljúfrasteini opnað. Hannes Hólmsteinn enn á staðnum. Hefur umsjón með safninu. Hann eins og Laxness nema bara minni.
– Hvað fer Davíð að gera? Vinna í Bónus? Fréttamaður á blaði eða í sjónvarpi?
– Heimsmet sett í lengd á Pylsu. Guðni auðvitað í aðalhlutverki.
– Bill Clinton kemur í heimsókn og fær sér pylsu.
Alfreð í peningakasti siðblindra og notar línunet.
Kennaraverkfall.
Fundur Davíðs og Bush. happy talk. Worried about the Þotts.
– Innsetning forsetans. Mætti enginn.
Þenslan í fullu gangi. Áður erfitt að fá bankalán. Nú grátbiður bankastjórinn fólk til að taka lán.
– Erpur kynnir Davíð. Kynnir svo Ólaf Ragnar. Þeir rappa saman. Davíð heldur heimastjórnarafmæli og býður ekki Ólafi. Ólafur synjar fjölmiðlafrumvarpi. Ólafur mætir ekki í brúðkaup Danaprins. Davíð tekur frumvarpið til baka og kallar Ólaf afturhaldskommatitt.
– Alfredo auglýsir risarækju til sölu.
– Sala Símans. Lagning ljósleiðara um allt land. Til Magnúsar og Eyjólfs.
– Forsætisráðherra veikur á sjúkrahúsi. Davíð í eigin persónu. Gagnrýnir að gera grín að veiku fólki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *