Áramótaskaup 2003 um ríkisstjórnina

Rifum upp hvaða dóm ríkisstjórnin fékk í mjög svo pólitísku Áramótaskaupi Sjónvarpsins árið 2003.

Svona setti skaupið upp árið:
– Skaupið einkennist að sjálfsögðu að kosningunum síðustu og ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar að fara í landsmálin.
– Þá gerist það að Davíð Oddsson vænir Baug um 300 milljóna króna mútur.
– Jón Kristjánsson settur umhverfisráðherra fær lof fyrir mikinn málamynda dóm um lónshæð. En Landsvirkjun hefur nú aldrei sæst á þann dóm.
– Olíusamráðsmál er hér komið fram. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið sig í að tryggja heilbrigða samkeppni á þessu sviði. Ríkisstjórnin getur ekki hælt sér af samkeppniseftirlitsmálum.
– Fyrirgreiðslupólitík Framsóknar í fullu fjöri. Operation Alfredo í Orkuveitunni snýst um að eyða sem mestum pening t.d. í rækjueldi í Ölfusi
Árni Johnsen er á Kvíabryggju. Fær ekki að fara til eyja að syngja Brekkusöng, skiljanlega. Hann reddar þó nýjum rúmum á Kvíabryggju. Árni fyrirgreiðslupólitíkus sér um sína.
– Róbert Marshall er brekkusöngvari.
– Hannes Hólmsteinn byrjar að rita ævisögu Halldórs Laxness. Flokkurinn reddar Hannesi sjónvarpsþætti rétt fyrir jól til að auglýsa bókina.
– Frambjóðendur syngja í x-Idol. Idolið er nýtt og ferskt á þessum tíma. Steingrímur J er á móti öllu. Davíð vill stjórna öllu, alltaf.
– Guðni og Jón Sigurðsson framsóknarmenn glíma. Guðni vill fá Jón Sigurðsson í Seðlabankann. Þeir fara að lokum til Dóra og Jón fellst á að gera skyldu sína. Þetta atriði hefur elst hvað best því það er mun fyndnara í dag en árið 2003. Nú er Jón orðinn formaður Framsóknar, til að gera skyldu sína.
– Tómas Ingi er menntamálaráðherra og heldur fast um pingjuna nema þegar kemur að gæluverkefnum fyrir norðan.
– Davíð og Halldór eru saman í 70 mínútum. Davíð fær áskorun um að hreinsa flokkinn. Dóri segir að Davíð geti allt. Sé svo frábær. Davíð, ég elska þig.
– Davíð fer í hreinsun á flokknum. Sólveig og Tómas Ingi eru hreinsuð í bílaþvottastöð. Siggi Kári, drukkinn, keyrir Davíð heim.
– Dóri setur upp kosningabrosið. Það festist, en brosið hvarf þegar hann las kosningaloforðin eftir kosningar.
Geir H. Haarde veiðir lax í boði Búnaðarabankans, Kaupþings. Stöð 2 kemur á staðinn. Geir bannar fréttina.
– Davíð bannar Hreini Loftssyni að tjá sig.
– Siv setur á hið óvinsæla rjúpnaveiðibann.
– Matvælaverð þykir hátt (enn hefur lítið verið gert til að laga það). Dömur að versla. Kvarta yfir háu verðlagi. En dæla vörum í körfuna. Fúlsa við ódýrum vörum. Ekki nógu góður. Ekki hægt að kaupa það ódýrasta.
– Ólafur og Dorrit ganga í hjónaband. Þau eru elítan og tala niður til almúgans.
– Vinirnir (Friends) Davíð og Björn. Davíð klórar Birni. Davíð vill fá vinnu fyrir frænda sinn. Bubbi kemur og býður þeim í bíltúr.
– Birgitta syngur fyrir Ísland í Eurovision. Ingibjörg og Össur taka lagið. Ingibjörg, varaformaður, skipar Össuri fyrir.
– Davíð á móti ofurlaunum.
– Thule auglýsing. Davíð og Dóri. Engin curruption á Íslandi. Dóri: I’m going to be a prime minister.
– Svo eru Björgólfur og fleiri að grobba sig yfir eignum sínum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *