Geir Haarde: hagstjórnin óskynsamleg

Geir Haarde var að tjá sig um evruna. Í stuttu máli þá leysir hún ekki öll vandamál. Önnur koma í staðinn. Einnig sagði Geir að það sem skipti máli fyrir verðgildi krónunnar væri skynsamleg hagstjórn.

Það er ekki hægt að lesa annað úr þessu en það að hagstjórnin hafi ekki verið skynsamleg að undanförnu. Geir viðurkennir þá miklu óstjórn sem hefur verið í efnahagsmálum.

Ég tek þó undir honum með evruna. Hún leysir engin vandamál. Þar að auki verðum við að leysa okkar vandamál áður en við verðum tæk til að taka upp evruna. Þá vaknar auðvitað spurningin hvers vegna við eigum þá að taka upp evruna þegar leyst hefur verið úr vandamálunum. Þessi evru-umræða á rót sína í efnahagsóstjórn ríkisstjórnarinnar sem hefur grafið krónunni gröf og bíður þess að hún falli ofan í.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *