UJ bíó – An Inconvenient Truth

Ungir jafnaðarmenn buðu fríkeypis í bíó í hinu flotta bíóhúsi Bæjarbíó í Hafnarfirði. Til sýningar var An Inconvenient Truth myndin hans Al Gore.

Þetta er hreint út sagt mögnuð mynd. Í stuttu máli erum við að raska jörðinni á gríðarlegum hraða. Hlýnun jarðar er raunverulegt og alvarlegt vandamál.

Ég hvet alla til að sjá þessa mynd.

Hlýnun jarðar er alþjóðlegt vandamál. Ísland og við Íslendingar erum þar svo lítil og máttvana gagnvart þessum mikla vanda. Bandaríkjamenn verða að leiða þessa baráttu með því að gefa fordæmið.

Þó er hér tækifæri fyrir Ísland. Við getum með réttum aðgerðum minnkað okkar mengun og tekið upp nýja tækni. Með réttum stjórnvaldsaðgerðum má gera mikla breytingu á okkar þjóðfélagi á stuttum tíma. Við getum sýnt fram á að baráttan er möguleg. Við getum sýnt Bandaríkjunum gott fordæmi. Sannfært Bandaríkin um að við getum unnið þetta stríð. Þetta bíður upp á tækifæri fyrir ráðstefnur hér á landi og útflutning á hugviti.

Fagra Ísland, umhverfisstefna Samfylkingarinnar, gefur einmitt sýn í þessa átt.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *