BloggGáttin yfirtekur rss.molar.is

BloggGáttin hefur rutt sér rúm í bloggheimum svo um munar á þeirri viku sem hún hefur verið í loftinu. Hefur hún þegar valdið miklum skjálfta. BloggGáttin var ekki orðin vikugömul er hún yfirtók starfsemi rss.molar.is. Brautriðjandinn á þessu sviði og fyrirmynd BloggGáttarinnar hefur nú runnið inn í BloggGáttina.

Á rss.molar.is má sjá tilkynningu um þessa miklu staðreynd. (sem undirritaður hefur leyft sér að poppa aðeins upp)

Eftir að það fréttist að væntanlegri tilkomu BloggGáttarinnar þá lifnaði við mikkivefur.is. Framtíðin leiðir í ljós hver mun lifa af þessa miklu samkeppni.

Heyrst hefur að mikkivefur.is hafi kært yfirtöku BloggGáttarinnar á rss.molar.is til samkeppniseftirlitsins. (en það getur líka verið ímyndun undirritaðs)

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *