Álverið í Hafnarfirði og Samfylkingin

Mikið er nú verið að velta Samfylkingunni upp úr kosningunum um álverið í Straumsvík. Samfylkingin hefur víst engan trúverðugleika því Sf í Hafnarfirði vill álver en ekki Sf á landsvísu.

Nú ætla ég ekkert að setja út á hvort sé rétt eða rangt getið til um hvað Sf í Hafnarfirði vill. En það sem skiptir hér máli er að nú er verið að kjósa um það hvort Hafnfirðingar vilji að álverið stækki eða ekki. Ef þeir lýsa yfir vilja til þess að stækka álverið þá er ein af fyrstu hindrununum að baki og þá getur Alcan haldið áfram í því ferli að fá stækkun samþykkta.

Ég reikna með að ríkisstjórnin þurfi að koma að endanlegri samþykkt á stækkun álversins. Það mál snertir jú mun fleiri en íbúa Hafnarfjarðar. Stækkun á álverinu þýðir vissa nýtingu af sameiginlegum orkulindum þjóðarinnar og nýtingu á mengunarkvóta þjóðarinnar. Svo má ekki gleyma þeirri þenslu sem framkvæmdirnar við virkjanir og stækkun álversins geta haft í för með sér.

Sf í Hafnarfirði þarf að hugsa um málið frá allt öðru sjónarhorni en Sf á landsvísu. Sf í Hafnarfirði hagar aðgerðum sínum með hag bæjarfélagsins í huga á meðan Sf á landsvísu hagar aðgerðum sínum með hag alls landsins í huga. Þarna eru tveir mismunandi pólar sem geta stangast á. Nú veit ég ekki hvort þeir stangist á, en sé það þannig þá er ekkert óeðlilegt við það.

Báðir aðilar munu þurfa að taka efnislega ákvörðun með mismunandi forsendur og hagsmuni í huga.

Hafnfirðingar eru ekki að fara kjósa um hvort eigi að ganga á náttúruna til þess finna orku fyrir álverið. Þeir eru einfaldlega að segja til um hvort álverið megi stækka eða ekki og það er því ekkert hægt að setja út á náttúrustefnu Sf í Hafnarfirði þó svo að þeir hugsanlega vilji leyfa stækkun álversins.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *