Launaleynd er ekki nauðsyn

Fullyrt er : Launaleynd er nauðsyn.

Rökin eru: Atvinnurekendur geta ekki umbunað góðum starfsmönnum án þess að öll strollan komi á eftir. Allur metnaður starfsmanna mun hverfa.

Hvernig væri að hætta þessu baktjalda makki og verðlauna opinberlega þá starfsmenn sem hafa staðið sig vel. Ef atvinnurekandi hækkar laun starfsmanns þá eru ástæður fyrir því. Starfsmaðurinn fær umbun fyrir vel unnin störf. Þá einfaldlega rökstyður atvinnurekandi launahækkun starfsmanns með því að benda á árangur starfsmannsins. Þá fá aðrir starfsmenn hvatningu til þess að haga störfum sínum þannig að betri árangur náist og geti þá sótt hærri laun þegar árangur er orðinn sambærilegur. Atvinnurekandi hefur þá fengið verðmætari starfsmann því starfsmaðurinn hafði að einhverju haldbæru að stefna.

Staðreyndin er sú að það eru atvinnurekendur og samtök þeirra sem nú hafa hátt því launaleynd er stærsta vopn atvinnurekenda til að halda launum niðri. Það er nánast hlægilegt þegar atvinnurekendur segjast hafa áhyggjur af afnámi launaleyndar vegna þess að það komi niður á hagsmunum starfsmanna. Þeir eru að hugsa um eigin rass og enga aðra rassa.


Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *