Frumvarp um bann við launaleynd

Nú er í smíðum frumvarp til laga sem á að auka á jafnrétti á vinnumarkaði. Þar er kveðið á um bann við launaleynd.Það þykir mér vera gríðarlegt fagnaðarefni því launaleynd er mikil smán á okkar þjóðfélagi í dag. Reyndar er ég ekki á móti launaleynd vegna jafnrétti kynjanna. Hugur minn hefur beinst að almennu jafnrétti og að laun séu greidd í skv. réttum forsendum. Mín sjónarmið má lesa í þeim færslum sem ég vísa í hér að ofan.

Reyndar er frumvarpið hálf bitlaust því það tekur aðeins á ríkisstofnunum en ekki atvinnumarkaðinum. Ég sem hélt að launaleynd væri ekki, svona opinberlega, iðkuð hjá ríkinu. En öll skref í rétta átt eru góð.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *