Jón Sigurðsson næsti formaður framsóknar

Hinn ágæti maður, Jón Sigurðsson ráðherra, hefur tilkynnt að hann sé tilbúinn til þess að leiða Framsóknarflokkinn. Það þykja mér vera gleðitíðindi fyrir framsókn. Ég kann einkar vel við þennan mann. Hann talar í háfleygum stíl, svipuðum og hans Guðna. En munurinn á þeim felst í því að mun meira býr undir orðum Jóns, en frösum Guðna. Viskan svoleiðis geislar af manninum.

Ég var ánægður að heyra að hann hefur sömu skoðun og ég á ESB. Við verðum að leysa okkar vandamál sjálf. Of mikið er hugsað um ESB sem einhverja skyndilausn á okkar vandamálum. Við eigum að koma undir okkur sterkum fótum og athuga síðan hvort við eigum heima í ESB. Við getum ekki farið í ESB með það að markmiði að leysa okkar vandamál því erfitt verður að snúa til baka þegar þessi markmið hafa verið uppfyllt. Þegar við erum orðin virkilega stöndug þjóð þá getur orðið mun sterkara fyrir okkur að vera frjáls óháð þjóð.

Framsóknarflokkurinn þarf að endurheimta sinn trúverðugleika. Í þeirri stöðu er ekkert skynsamlegra en að kjósa Jón sem formann. Framsóknarmenn, glatið ekki tækifærinu, gleymið eiginhagsmunapoti, notið hausinn og kjósið alvöru leiðtoga.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *