Launaleynd í umræðunni

Mikið er ég ánægður með að umræða um launaleynd hefur komist á ágætt skrið. Því miður kemur það ekki til af góðu. Mikill launamunur er á milli kynjanna, í vissum hópum. Það sér það hver sem vill að launaleynd á stóran þátt í launamisrétti kynja, kynþátta og einstaklinga.

Í dag er 30 ára afmæli kvennafrídagsins. Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum síðan. Ég held að framtíðin sé björt í jafnréttismálum. Á undanförnum árum hafa komið fram svo mörg góð merki um að gildi okkar þjóðfélags séu að breytast. Mér þykir sumir vera oft á tíðum óþolinmóðir. Það er alveg ljóst að með aukinni atvinnuþáttöku og menntun kvenna að þá mun þróun jafnréttis verða jákvæð. Oft gleymist sú hlið vandamálsins er snýr að karlmönnum. Jafnrétti mun aldrei verða fyrr en karlar frelsast úr klóm vinnunnar og snúi sér í meira mæli að heimilinu og fjölskyldunni.

Aftur að launaleyndinni. Við þurfum gegnsæi í launamálum. Þar sem leynd hvílir þrífst spilling. Miklum skugga verður létt af okkar þjóðfélagi verði því komið þannig fyrir að launaleynd muni heyra sögunni til. Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í launaleynd hér en ég vísa í fyrri skrif mín um launaleynd. Eigum við ekki bara að segja að það sé skyldulestur.


Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *