Launaleynd og persónufrelsi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og verðandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, heldur því fram að afnám launaleyndar skerði persónufrelsi.Þetta mál er ekki hægt að afgreiða svo auðveldlega af borðinu. Það getur aldrei orðið fólki óviðkomandi hvaða laun eru greidd hverjum. Laun eru ekki okkar einkamál. Launin okkar eiga uppruna sinn í þjóðfélaginu og hvernig peningar flæða um okkar þjóðfélag snertir okkur öll. Ef þú lesandi góður skilur ekki hvert ég er að fara þá mæli ég með lestri á þeim bloggfærslum sem vísað er í að ofan.

Ég get ekki séð hvers vegna ekki eigi að sundurliða launakostnað fyrirtækja, líkt og allan annan kostnað. Ef við ætlum að krefjast þess að sömu laun séu ávallt greidd fyrir sömu vinnuna þá er nauðsyn á algjöru gegnsæi, líkt og með öll önnur mál. Lykilorðið hér er gegnsæi.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *