Steypt í tóma steypu

Fátt gerist betra en þeyttur rjómi í formi með soðnu ýsu flaki. Svo sagði afi gamli áður en hann yfirgaf brunann og fór til veiða. Veiddi hann þar heldur lítið enda með hugann við rjómann í forminu. Góða ýsu skyldi hann næla sér í og beit í táneglurnar af eftirvæntingu. Kastaði hann brennivínsflöskunni í sjóinn og ávarpaði himnaföður og satan. Sökkti hann bátnum og synti í land. Sá hann rjóma í formi í hyllingum. Örmagna maðurinn skreið í gegnum mannþröngina og lagðist til hvílu við bálköstinn. Hresstist kall við og kallaði eftir rjóma í formi. Uppskar maðurinn brúnan rjóma og heldur illa þefjandi og slímugan. Heyrði hann kallað „Megi þú verða að moldu aftur hið fyrsta“.

Ég sat á tröppunum heima og íhugaði rjóma í formi. Því muldraði afi um rjóma í formi. Ekki var hann fullur, brennivínið fór á húskofann. Eitt þykir mér ljóst að afa vantaði ýsu með rjómanum, en rjómann í forminu fæ ég líklegast aldrei að sjá því hann varð að ösku með ömmu minni og húskofanum.

Fátt gerist betra en þeyttur rjómi í formi með soðnu ýsu flaki. Orðin hafa valdið mér hugarangari æ síðan. Ég verð að ná tali af afa. Það er verst að ég veit ekki að hvaða samkomulagi hann komst að milli himnaföður og satans. Ekki vil ég taka líf mitt og fara svo óvart á rangan stað.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *