Hvað ríkið á í raun og veru að gera?

Geir skildi eftir umhugsunarefni eftir sig í sínu áliti við mín þar-síðustu skrif.

Hann velti upp þeirri spurningu um hvað ríkið ætti í raun og veru að gera. Að sjállfsögðu er svarið mjög flókið. Einnig má gera það mjög einfalt.

Ríkið á að sjá um þá hluti sem þjóðin þarf að leggja sameiginlega peninga í. Þetta eru hlutir sem eru nauðsyn/lögbundnir fyrir hvern einstakling, hlutir sem tryggja okkar öryggi og hlutir sem almennt er ekki hægt að græða á (eða ekki siðlegt að græða á, t.d. ýmis konar nauðsynleg þjónusta)

Ríkið á að sjálfsögðu ekki að vera þar sem eðlilegt er að samkeppni ríki um gróða af einhverju.

Nú er ég ekki með á hreinu hvar ríkið er með ítök ennþá. En það mun vera víða (það hefur komið þó nokkrum sinnum fyrir að ég hafi uppgvötað mér til undrunar að einhver stofnun/þjónusta/fyrirtæki væri á vegum ríkisins). Sumt má eflaust selja og hætta ríkisafskiptum af í einum hvelli, en það þarf að fara varlega í ýmsa hluti. Margt getur verið á gráu svæði.

Það er allt of hættulegt að fara of geyst. Það er ekki sniðugt ef við seljum eitthvað frá okkur og svo kemur í ljós seinna að það hafi ekki verið ráðlegt. Þegar værukærir stjórnmálamenn sitja við völd geta menn gleymt sér. Það muna nú allir, ennþá allavega, að ríkisstjórnin lofaði ákveðna tímasetningu á Héðinsfjarðargöngum fyrir nokkrum mánuðum. Svo kom í ljós að málin voru ekki skoðuð nógu vel.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *