Nýir þingmenn með þor og vit

Birkir Jón og Dagný, þingmenn Framsóknar, eru greinilega að standa sig ótrúlega vel í sínu nýja starfi. Þau þorðu að standa upp gegn þeirri undarlegu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta Héðinsfjarðargöngum.

Hin mikla flokkshollusta fer greinilega dvínandi með nýrri kynslóð þingmanna. Birkir Jón og Dagný bíða ekki eftir skoðun flokksins og taka síðan afstöðu með henni. Þau standa við sína sannfæringu. Vonandi munum við sjá meira lýðræði á Alþingi í framtíðinni og minna flokksræði.

Reyndar mætti alveg blása þessi göng af mín vegna.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *