Hannes Hólmsteinn, ekki svo vitlaus

Ég horfði á Gísla Martein taka viðtal við Hannes H. síðasta laugadagskvöld. Þetta var nokkuð merkilegt viðtal. Kom margt fram sem ég vissi ekki um manninn, enda er ég svo sem ekki mikill fan.

Ég hef ekki heyrt gáfulegri setningu frá Hannesi en einmitt í þessum þætti. Hann var spurður hvort hann væri farinn að linast, hvort hann væri ekki lengur þessi mikli baráttumaður. Hannes kom með einfalda skýringu. Þeir hlutir sem hann var að berjast fyrir eru orðnir að veruleika.

Við lifum nú í gjörbreyttu samfélagi. Ísland er orðið land frelsis og framfara. Hannes sér að takmarkinu er náð. Margir Sjálfstæðisflokksmenn mættu líta í eigin barm og hugsa alvarlega um hvort markmiðinu sé ekki náð. Það er óþarfi að halda áfram breytingum bara til þess að halda áfram í sömu stefnu og tekin var til að breyta samfélaginu. Óþarfi er að einkavæða bara til þess að einkavæða. Það er ekkert óeðlilegt að ríkið komi að ýmsu í okkar litla þjóðfélagi.

Stjórnvöld þurfa að opna augun. Þeim tókst sitt ætlunarverk. Markmiðum var náð. Við lifum í landi viðskiptafrelsis (undir vissum leikreglum, sem mættu vera skýrari og betri). Sjálfstæðisflokkurinn hefur ásamt samstarfsflokkum gert kraftaverk síðustu kjörtímabil. Þeirra baráttumál er í höfn og því varð stjórnarsáttmálinn þunnur og boðaði litlar framfarir. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ný markmið. Nýja forystu, nýtt fólk með ný markmið. Það sem Davíð og fleiri stóðu fyrir er komið í höfn.

Þessi staðreynd var sú sem mest réði því að ég kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Nú er tækifæri til þess að líta til annarra mála t.d. umhverfismála og herja að hörku á nýjum sviðum (og muna samt að halda í stöðuleikann. Ég verð að nefna að það er ekki markmið að halda í stöðuleikann, ef eingöngu er horft í það stöðnum við bara. Núverandi ríkisstjórn er að staðna. Einu framförin sem verður hægt að benda á eru Kárahnjúkar, ef við gleymum því sem við fórnuðum).

Haloscan comment:

  2 comments for “Hannes Hólmsteinn, ekki svo vitlaus

  1. 3. desember 2016 at 10:29

    You’re a real deep theinkr. Thanks for sharing.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *