Afmæli

Ég á afmæli í dag. Orðinn 22ja ára. Ekki nógu gott.

Ég var að koma af okkar árlega fjölskyldumóti á Hellu á Ströndum. Veðrið var leiðinlegt og var fámennt. Þetta var samt ágætlega skemmtilegt og fékk ég fínt afmæliskaffi.

Ég nenni ekki að skrifa meira, er alltof þreyttur. Það er ekki til siðs að sofa mikið á Hellu-hátíð.

Annað kvöld er svo stefnt á að skreppa í Vatnaskóg. Við erum þrír félagarnir að fara að hitta vin sem vinnur þarna í sumar. Þetta verður án efa skemmtileg ferð.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *