Nýtt afl

Ég heyrði í fréttunum að það verði stofnaður nýr stjórnmálaflokkur, flokkurinn Nýtt afl. Að þessu standa mennirnir sem voru að reyna að vekja landann til umhugsunar um hve þjóðfélagið er að breytast. Og tókst þeim vel upp. Það var aðeins lesið úr þeirra stefnumálum í fréttunum og get ég ekki annað sagt en að þetta framboð er mikið fagnaðarefni. Ef ekkert óvænt leynist í stefnumálunum þá mun ég án nokkurns vafa kjósa Nýtt afl.

Ef ég á að lýsa þessum stefnumálum þá er það mitt mat að þetta er hrein og tær sjálfstæðisstefna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einfaldlega ekki staðið sig í stykkinu að undanförnu. Maður gleymir ekki málum eins og kosningasvindli í prófkjörum, útspörkun á mönnum, Kárahnjúkavirkjun troðið í gegn, Afstaðan með stríði og alveg örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Svo er víst eitthvað fararsnið á Davíð, manninum sem heldur þessu öllu saman.

Hér er vel við hæfi að vitna í orð mín þegar hópurinn kom fram og svo einnig mína grein um áhrif einkavæðingarinnar.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *