Sofnað í friði, vaknaði í stríði?

Nú fer maður að halla sér. Skildi stríð verða hafið þegar maður vaknar? Miklar líkur eru á því. Ég kveð því þennan friðartíma með sorg.

Ríkisstjórnin má eiga það að hún fer enn og aftur langt fram úr sínu umboði og styður stríð án þess að taka tillit til álit þjóðarinnar eða annarra reglna sem ríkisstjórninni ber að fara eftir. En þeir eru nú orðnir vanir að fara sínu fram án tillits til annarra, t.d. Kárahnjúkavirkjun, lokun deilda á spítölum, gera jarðgöng sem skila að öllum líkindum litlu.

Ríksstjórnin er komin á tíma. Hún hefur gleymt því hverjir kusu hana. Davíð Oddsson hefur staðið í því að breyta okkar þjóðfélagi til frelsis í viðskiptum og almennt opnara þjóðfélag. Þegar hugmyndasmíði hans er nú farin að vinna á móti honum, hann sjálfur búinn að sjá að honum varð á í messunni er ástandið orðið hættulegt. (ég er að sjálfsögðu að vitna í meint mútur).

Þeir sem lásu pistil minn um einkavæðinguna fyrir nokkrum dögum geta sjálfsagt sagt sér það sjálfir að ég myndi kjósa hópinn sem er að myndast. Hópinn sem hefur áhyggjur af núverandi forgangsröðun. Hópinn sem telur að ríkisstjórnin hafi farið fram úr sér. Ég vona að þeir myndi framboð. Ég styð þá heilshugar. (skemmtileg tilviljun að þeir koma á sjónarsviðið stuttu eftir að ég birti pistilinn minn um svipuð mál).

Nú er ég búinn að stikla á mörgum málum og því best að hætta á meðan eitthvað vit er í. En maður kemst ekki hjá því að íhuga svolítið á þessum tímamótum.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *